Þrýsta á afsögn Gyurcsanys 20. september 2006 07:30 Verksummerki óeirða Eyðilagður lögreglubíll fyrir utan höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins í Búdapest í gær. MYND/AP Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990. Erlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990.
Erlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira