Herinn í Taílandi framdi valdarán 20. september 2006 07:15 Taílenskir hermenn umkringja stjórnarráðshúsið Herinn hóf valdarán í Taílandi í gær, meðan Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, var í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herinn náði valdi á helstu stjórnarbyggingum og sjónvarpsstöðum og lýsti yfir stuðningi við konung ríkisins. MYND/AP Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Erlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“