Erlent

Kúrdar bera harðræði vitni

Saddam Hussein Fyrrverandi forseti Íraks var þögull í dómsalnum í gær og hripaði niður minnispunkta.
Saddam Hussein Fyrrverandi forseti Íraks var þögull í dómsalnum í gær og hripaði niður minnispunkta. MYND/AP

Kúrdískur öryggisgæslumaður, sem ber vitni í máli Saddams Hussein, sýndi réttinum brunaför í gær. Áverkana segist hann hafa fengið í efnavopnaárás sem gerð hafi verið á þorp sitt árið 1988.

Kúrdinn lýsti tveimur gerðum sprengna sem fallið hefðu og afleiðingum sprengjuregnsins á sig og sína, en hann leitaði síðar læknishjálpar í Íran. Annað vitni lýsti bágbornum aðstæðum í fangabúðum, reknum af hersveitum Husseins.

Sækjendur í málinu halda því fram að Saddam Hussein, ásamt sex öðrum mönnum, sé ábyrgur fyrir þjóðarmorði á 180.000 Kúrdum á síðustu árum níunda áratugarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×