Þriðja stéttin rís upp 21. september 2006 00:01 Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönnum og klerkum, sem voru að sönnu sárafáir, hafði tekizt að skjóta sér að mestu undan skattgreiðslum til konungs. Allur þorri almennings þriðja stéttin bar hins vegar þunga skattbyrði. Að því hlaut að koma, að þriðja stéttin missti þolinmæðina og risi upp gegn ranglætinu. Það gerðist 1789, og hausarnir fuku í allar áttir. Það var fljótlegt að velja hausa í gálgana, því að sjálftekin forréttindi aðalsins og klerkastéttarinnar langtímum saman birtust meðal annars í því, að forréttindastéttirnar voru yfirleitt orðnar höfðinu hærri en þriðja stéttin. Hvað um það, eftir byltinguna var fyrirkomulagi skattheimtunnar breytt í Frakklandi og öðrum Evrópulöndum á þann veg, að allir greiddu sama skatt sem hlutfall af tekjum. Þannig fæddist hugmyndin um flatan skatt, einn skatt handa öllum. Þetta var jafnaðarhugmynd: henni var ætlað að draga úr ójöfnuði og ranglæti frá fyrri tíð. Það tókst. Síðar gengu menn skrefi lengra og tóku upp stighækkandi skatta og sérstaka hátekjuskatta til að jafna kjör skattgreiðenda enn frekar, og aukin ríkisútgjöld til velferðarmála lögðust á sömu sveif. Síðustu ár hefur pendúllinn sums staðar sveiflazt til baka. Hér heima var skattalögum breytt á þann veg, að tekjuskattur er nú 10% af fjármagnstekjum og 37% af launatekjum, þar af 24% til ríkisins og 13% í útsvar til sveitarfélaga (fyrra hlutfallið mun innan tíðar lækka í 22%, nema lögunum verði breytt). Þessi munur á skattlagningu fjármagnstekna og launatekna er meiri hér en í öðrum OECD-löndum. Í Bandaríkjunum eru fjármagnstekjur skattlagðar svo að segja alveg eins og launatekjur; munurinn á skatthlutföllunum er eitt prósentustig. Svipuðu máli gegnir um Danmörku, Írland og Sviss: þar leikur fjármagnstekjuskattshlutfallið á bilinu 40% til 43%. Í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er fjármagnstekjuskattshlutfallið 28% til 30%, helmingi lægra en launatekjuskattshlutfallið. Ekkert land innan OECD nema Ísland hefur kýlt fjármagnstekjuskattshlutfallið niður í 10%. Enginn vafi leikur á því, að þessi breyting á skattalögunum hefur ýtt undir þann ójöfnuð, sem setur mark sitt á samfélagið í síauknum mæli. Á hinn bóginn virðist það einnig líklegt, að lækkun fjármagnstekjuskatts hafi leitt til betri skattskila, örvað sparnað og laðað meira fjármagn til landsins erlendis frá en ella, og það var höfuðtilgangurinn. Hvað er til ráða? Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir kveðið upp herör gegn auknum ójöfnuði og búast til að mynda nýja ríkisstjórn frjálslynda jafnaðarstjórn, velferðarstjórn að loknum alþingiskosningum 2007. Það er skiljanleg afstaða frá þeirra bæjardyrum séð, svo mjög sem ójöfnuður hefur færzt í aukana á Íslandi síðan 1994 samkvæmt nýjum upplýsingum ríkisskattstjóra. Það er því ljóst, að stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast breyta skattalögunum, nái þeir meiri hluta á Alþingi að loknum kosningum. Hyggilegast væri þá að samræma tekjuskattinn á þann veg, að öllum væri með nýjum skattalögum gert að greiða sama hlutfall tekna sinna umfram tiltekið lágmark í skatt, óháð því hvort tekjurnar eru launatekjur eða fjármagnstekjur. Í þessu fælist veruleg skattalækkun fyrir mikinn hluta launþega og skattahækkun fyrir miklu fámennari hóp fjármagnseigenda. Þetta væri engin sérstök nýlunda. Flatir tekjuskattar tóku að ryðja sér til rúms í Evrópu á ný um miðjan síðasta áratug. Eistar riðu á vaðið með 24% flatan tekjuskatt 1994. Lettar og Litháar fylgdu fordæmi granna sinna, og síðan hafa nokkur önnur lönd í austanverðri og sunnanverðri Evrópu bætzt í hópinn. Kristilegir demókratar í Þýzkalandi lögðu til flatan tekjuskatt (25%) fyrir kosningarnar 2005, en þeir komu tillögunni samt ekki inn í stjórnarsáttmála stóru samsteypunnar eftir kosningar vegna andstöðu jafnaðarmanna. Flatur tekjuskattur þarf þó ekki að þýða það, að auðmaðurinn greiði sama hlutfall tekna sinna í skatt til ríkisins og örorkubótaþeginn. Ef skatturinn er lagður á tekjur umfram tiltekið frítekjumark, eykst skattbyrðin með tekjum manna, svo sem flestum finnst réttlátt. Flatur skattur hefur ýmsa kosti: hann einfaldar skattkerfið og dregur úr freistingunni til undanskota og skattsvika. Við núverandi aðstæður hér heima myndi flatur tekjuskattur leiða til jafnari skiptingar skattbyrðarinnar en nú tíðkast. Höfuðandbáran í öðrum löndum er sú, að flatur skattur leiði til aukins ójafnaðar, en hún á ekki lengur við hér. Nú er lag. Hyggilegast væri þá að samræma tekjuskattinn á þann veg, að öllum væri með nýjum skattalögum gert að greiða sama hlutfall tekna sinna umfram tiltekið lágmark í skatt... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönnum og klerkum, sem voru að sönnu sárafáir, hafði tekizt að skjóta sér að mestu undan skattgreiðslum til konungs. Allur þorri almennings þriðja stéttin bar hins vegar þunga skattbyrði. Að því hlaut að koma, að þriðja stéttin missti þolinmæðina og risi upp gegn ranglætinu. Það gerðist 1789, og hausarnir fuku í allar áttir. Það var fljótlegt að velja hausa í gálgana, því að sjálftekin forréttindi aðalsins og klerkastéttarinnar langtímum saman birtust meðal annars í því, að forréttindastéttirnar voru yfirleitt orðnar höfðinu hærri en þriðja stéttin. Hvað um það, eftir byltinguna var fyrirkomulagi skattheimtunnar breytt í Frakklandi og öðrum Evrópulöndum á þann veg, að allir greiddu sama skatt sem hlutfall af tekjum. Þannig fæddist hugmyndin um flatan skatt, einn skatt handa öllum. Þetta var jafnaðarhugmynd: henni var ætlað að draga úr ójöfnuði og ranglæti frá fyrri tíð. Það tókst. Síðar gengu menn skrefi lengra og tóku upp stighækkandi skatta og sérstaka hátekjuskatta til að jafna kjör skattgreiðenda enn frekar, og aukin ríkisútgjöld til velferðarmála lögðust á sömu sveif. Síðustu ár hefur pendúllinn sums staðar sveiflazt til baka. Hér heima var skattalögum breytt á þann veg, að tekjuskattur er nú 10% af fjármagnstekjum og 37% af launatekjum, þar af 24% til ríkisins og 13% í útsvar til sveitarfélaga (fyrra hlutfallið mun innan tíðar lækka í 22%, nema lögunum verði breytt). Þessi munur á skattlagningu fjármagnstekna og launatekna er meiri hér en í öðrum OECD-löndum. Í Bandaríkjunum eru fjármagnstekjur skattlagðar svo að segja alveg eins og launatekjur; munurinn á skatthlutföllunum er eitt prósentustig. Svipuðu máli gegnir um Danmörku, Írland og Sviss: þar leikur fjármagnstekjuskattshlutfallið á bilinu 40% til 43%. Í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er fjármagnstekjuskattshlutfallið 28% til 30%, helmingi lægra en launatekjuskattshlutfallið. Ekkert land innan OECD nema Ísland hefur kýlt fjármagnstekjuskattshlutfallið niður í 10%. Enginn vafi leikur á því, að þessi breyting á skattalögunum hefur ýtt undir þann ójöfnuð, sem setur mark sitt á samfélagið í síauknum mæli. Á hinn bóginn virðist það einnig líklegt, að lækkun fjármagnstekjuskatts hafi leitt til betri skattskila, örvað sparnað og laðað meira fjármagn til landsins erlendis frá en ella, og það var höfuðtilgangurinn. Hvað er til ráða? Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir kveðið upp herör gegn auknum ójöfnuði og búast til að mynda nýja ríkisstjórn frjálslynda jafnaðarstjórn, velferðarstjórn að loknum alþingiskosningum 2007. Það er skiljanleg afstaða frá þeirra bæjardyrum séð, svo mjög sem ójöfnuður hefur færzt í aukana á Íslandi síðan 1994 samkvæmt nýjum upplýsingum ríkisskattstjóra. Það er því ljóst, að stjórnarandstöðuflokkarnir hyggjast breyta skattalögunum, nái þeir meiri hluta á Alþingi að loknum kosningum. Hyggilegast væri þá að samræma tekjuskattinn á þann veg, að öllum væri með nýjum skattalögum gert að greiða sama hlutfall tekna sinna umfram tiltekið lágmark í skatt, óháð því hvort tekjurnar eru launatekjur eða fjármagnstekjur. Í þessu fælist veruleg skattalækkun fyrir mikinn hluta launþega og skattahækkun fyrir miklu fámennari hóp fjármagnseigenda. Þetta væri engin sérstök nýlunda. Flatir tekjuskattar tóku að ryðja sér til rúms í Evrópu á ný um miðjan síðasta áratug. Eistar riðu á vaðið með 24% flatan tekjuskatt 1994. Lettar og Litháar fylgdu fordæmi granna sinna, og síðan hafa nokkur önnur lönd í austanverðri og sunnanverðri Evrópu bætzt í hópinn. Kristilegir demókratar í Þýzkalandi lögðu til flatan tekjuskatt (25%) fyrir kosningarnar 2005, en þeir komu tillögunni samt ekki inn í stjórnarsáttmála stóru samsteypunnar eftir kosningar vegna andstöðu jafnaðarmanna. Flatur tekjuskattur þarf þó ekki að þýða það, að auðmaðurinn greiði sama hlutfall tekna sinna í skatt til ríkisins og örorkubótaþeginn. Ef skatturinn er lagður á tekjur umfram tiltekið frítekjumark, eykst skattbyrðin með tekjum manna, svo sem flestum finnst réttlátt. Flatur skattur hefur ýmsa kosti: hann einfaldar skattkerfið og dregur úr freistingunni til undanskota og skattsvika. Við núverandi aðstæður hér heima myndi flatur tekjuskattur leiða til jafnari skiptingar skattbyrðarinnar en nú tíðkast. Höfuðandbáran í öðrum löndum er sú, að flatur skattur leiði til aukins ójafnaðar, en hún á ekki lengur við hér. Nú er lag. Hyggilegast væri þá að samræma tekjuskattinn á þann veg, að öllum væri með nýjum skattalögum gert að greiða sama hlutfall tekna sinna umfram tiltekið lágmark í skatt...
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun