Erlent

Hreinast hér, verst í Helsinki

Útblástur gróðurhúsalofttegunda er meiri í Helsinki en í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna, samkvæmt nýrri rannsókn sem skýrt er frá á vefsíðum finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Orsakir þessa eru raktar til raforkuframleiðslu borgarinnar, sem nánast alfarið er fengin með brennslu jarðefnaeldsneytis.

Samkvæmt sömu rannsókn mun útblástur gróðurhúsalofttegunda vera minnstur hér í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×