Erlent

Lenti heilu og höldnu í gær

FLugvirkjar skoða geimskutluna
Óttast var að geimrusl hefði skemmt ytra byrði skutlunnar og var lendingu því frestað um einn dag.
FLugvirkjar skoða geimskutluna Óttast var að geimrusl hefði skemmt ytra byrði skutlunnar og var lendingu því frestað um einn dag. MYND/AP

 Bandaríska geimskutlan Atlantis lenti í gærmorgun á flugvelli Kennedy-geimferðastofnunarinnar í Flórída, eftir tólf daga veru í geimnum. Áhöfn var við góða heilsu og skælbrosandi, enda fegnir að komast heim heilir á húfi. Þeir voru sendir út í geim til að vinna við byggingu ISS, Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, í fyrsta sinn síðan Columbia geimskutlan sprakk í loft upp í geimnum árið 2003 og allir sjö í áhöfninni fórust.

Stefnt er á að ljúka við byggingu ISS-geimstöðvarinnar fyrir árið 2010. Stöðin er samstarfsverkefni Bandaríkjamanna, Rússa, Kanadamanna og Japana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×