Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi.
Fjórir litáískir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 20. apríl grunaðir um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi en tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og eru lausir allra mála.
Einn þeirra var úrskurðaður í farbann en Sveinn Kristján kveðst ekki búa yfir upplýsingum um hvort það gildi enn.
Þeim fjórða var fljótlega sleppt úr gæsluvarðhaldi en var færður í fangelsi til afplánunar eldri dóms. Sá er grunaður um að hafa ráðið manninum bana og hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu.