Innlent

Mann­dráp í Kiðja­bergi komið til sak­sóknara

Árni Sæberg skrifar
Mennirnir fimm héldu til í sumarbústað í Kiðjabergi á meðan þeir unnu að byggingu húss á svæðinu.
Mennirnir fimm héldu til í sumarbústað í Kiðjabergi á meðan þeir unnu að byggingu húss á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Fjórir litáískir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 20. apríl grunaðir um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi en tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og eru lausir allra mála.

Einn þeirra var úrskurðaður í farbann en Sveinn Kristján kveðst ekki búa yfir upplýsingum um hvort það gildi enn. 

Þeim fjórða var fljótlega sleppt úr gæsluvarðhaldi en var færður í fangelsi til afplánunar eldri dóms. Sá er grunaður um að hafa ráðið manninum bana og hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu.


Tengdar fréttir

Hlutur sakborninga mismikill

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi.

Óska eftir frekara gæsluvarðhaldi

Óskað verður eftir frekara gæsluvarðhadli yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi þann 20. mars síðastliðinn.

Rannsókn vegna meints manndráps í Kiðjabergi miðar vel

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×