Sameinuðu þjóðirnar hafa krafið Ísraelsher um nánari skýringar á klasasprengjum þeim sem dreift var yfir S-Líbanon eftir að vitað var að vopnahlé kæmist á. Beðið er um lista yfir alla þá staði sem sprengjum var varpað á og hversu mörgum hafi verið varpað á hverjum stað, en upplýsingarnar gætu flýtt mjög fyrir hreinsunaraðgerðum hjálparstofnana, að sögn Davids Shearer, yfirmanns mannúðarstarfs SÞ í Líbanon.
Líklegt er talið að hreinsunarstarfið taki um tvö ár, en talið er að enn séu 350 þúsund lífshættulegar sprengjur á víðavangi.