Erlent

Leiðtogarnir deila um Ísrael

Ismail Haniyeh
Ismail Haniyeh

Þúsundir stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar, þeirra á meðal hundruð vopnaðra manna, gengu í mótmælagöngu gegn Hamas-samtökunum í Gaza-borg í gær. Andófið kemur í kjölfarið á bakslagi sem varð á stjórnarmyndunarþreifingum Hamas og Fatah, eftir að Mahmoud Abbas, æðsti yfirmaður Fatah og forseti Palestínu, lýsti því yfir á fundi allsherjarþings SÞ að væntanleg stjórn Palestínu myndi viðurkenna Ísrael sem ríki meðal ríkja.

Stuttu síðar barst yfirlýsing frá Ismail Haniyeh, yfirmanni Hamas og forsætisráðherra Palestínu, um að hann vildi ekki stýra ríkisstjórn sem viðurkenndi Ísraelsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×