Fjórir grunaðir um hryðjuverk 23. september 2006 07:00 Viðbragðsæfing á Kastrup-flugvelli Danskar og sænskar varðsveitir efndu til æfinga á Kastrup-flugvelli á miðvikudaginn þar sem líkt var eftir árás hryðjuverkamanna. MYND/AP Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri. Erlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri.
Erlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira