Blikar skutust upp í fimmta sætið 24. september 2006 08:30 Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki