Liverpool valtaði yfir Tottenham 24. september 2006 10:30 Dirk kuyt. Hollendingurinn skoraði eitt mark fyrir Liverpool í gær og hefur nú skorað í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið. Hér fagnar hann marki sínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna Liverpool. Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira
Átta leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á Anfield Road í Liverpool tóku heimamenn á móti Tottenham og sigruðu með þremur mörkum gegn engu. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin en þau komu öll í síðari hálfleik. „Eftir fyrsta markið náðum við tökum á leiknum og það var lykillinn að þessum sigri. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur í fyrri hálfleik en við fundum taktinn í síðari hálfleik,“ sagði Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool. „Við áttum meira skilið úr þessum leik en þetta snýst um að nýta færin og við gerðum það ekki. Í heildina er ég ánægður með leik okkar, þá sérstaklega miðjumennina, en við megum ekki hengja haus yfir þessu,“ sagði Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham. Arsenal vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið sigraði Sheffield United, 3-0. William Gallas opnaði markareikning sinn hjá Arsenal þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo tvö mörk, fyrst kom sjálfsmark frá Paul Jagielka og þar á eftir mark frá Thierry Henry. „Þetta er mikill léttir fyrir okkur. Í hálfleik vorum við ákveðnir að halda áfram að spila vel og halda ró okkar og við settum þá undir mikla pressu með markinu frá Gallas. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að markið myndi koma,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og fór með 2-0 sigur af hólmi. Með sigrinum endurheimti liðið toppsæti deildarinnar að minnsta kosti fram yfir helgi en Portsmouth getur náð því aftur með sigri á Bolton á mánudaginn. Frank Lampard hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir sína frammistöðu en í gær svaraði hann þeirri gagnrýni með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Lampard úr vítaspyrnu á 73. mínútu og sjö mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Heiðar Helguson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Fulham. Aston Villa lagði Charlton, 2-0, á heimavelli en Aston Villa er ennþá taplaust á þessari leiktíð. Hermann Hreiðarsson sneri aftur í lið Charlton eftir að hafa tekið út leikbann og lék allan leikinn. Manchester City sigraði West Ham á heimavelli, 2-0, þar sem Georgios Samaras skoraði bæði mörkin. West Ham hefur ekki enn unnið leik eftir að Argentínumennirnir Tevez og Mascherano gengu til liðs við félagið. Middlesbrough byrjar tímabilið afleitlega en í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Blackburn, 1-0, þar sem Shabani Nonda skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Wigan náði ekki að sigra nýliðana í Watford á heimavelli en lokatölur urðu 1-1. Watford er enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum til þessa.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira