Þetta hefur verið versti tími lífs míns 25. september 2006 09:45 Craig Allardyce Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. „Þetta hefur verið versta vika lífs míns. Þetta hefur líka verið versta vikan í lífi föður míns og það er mér að kenna. Það er þung byrði fyrir son að bera,“ sagði Craig í viðtali við götublaðið News of the World í Bretlandi. Craig segist hafa fallið fyrir gylliboði Knut Auf dem Berge, svikula umboðsmanninum í þættinum, sem bauð honum að vera meðeigandi í nýrri umboðsskrifstofu sem átti að byggja afkomu sína á mútum og greiðslum undir borðið. „Ég lét tilfallast og þóttist vera stærri en ég er. Sannleikurinn er sá að ég er bara venjulegur umboðsmaður sem er einfaldlega að reyna að lifa af. Ég þarf að borga mínar skuldir eins og hver annar. Ég er ekki ríkur maður,“ segir Craig í viðtalinu en þar segist hann einnig vera hættur starfi sínu sem umboðsmaður þar sem hann geti ekki treyst neinum lengur. „Ég var misheppnaður sem leikmaður og nú hefur mér mistekist sem umboðsmaður. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég ennþá stuðning pabba,“ sagði Craig og barðist við tárin. „Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir mig en þetta er nokkuð sem ég þarf að sætta mig við. Ég get ekki tekið aftur gjörðir mínar. Ekkert af því sem ég sagði í þættinum var satt en engu að síður hefur þetta komið sér afar illa fyrir fjölskylduna mina. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ala upp börnin mín og byrja upp á nýtt. Ég mun nota fordæmi pabba míns og berjast í gegnum þetta mótlæti." Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. „Þetta hefur verið versta vika lífs míns. Þetta hefur líka verið versta vikan í lífi föður míns og það er mér að kenna. Það er þung byrði fyrir son að bera,“ sagði Craig í viðtali við götublaðið News of the World í Bretlandi. Craig segist hafa fallið fyrir gylliboði Knut Auf dem Berge, svikula umboðsmanninum í þættinum, sem bauð honum að vera meðeigandi í nýrri umboðsskrifstofu sem átti að byggja afkomu sína á mútum og greiðslum undir borðið. „Ég lét tilfallast og þóttist vera stærri en ég er. Sannleikurinn er sá að ég er bara venjulegur umboðsmaður sem er einfaldlega að reyna að lifa af. Ég þarf að borga mínar skuldir eins og hver annar. Ég er ekki ríkur maður,“ segir Craig í viðtalinu en þar segist hann einnig vera hættur starfi sínu sem umboðsmaður þar sem hann geti ekki treyst neinum lengur. „Ég var misheppnaður sem leikmaður og nú hefur mér mistekist sem umboðsmaður. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég ennþá stuðning pabba,“ sagði Craig og barðist við tárin. „Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir mig en þetta er nokkuð sem ég þarf að sætta mig við. Ég get ekki tekið aftur gjörðir mínar. Ekkert af því sem ég sagði í þættinum var satt en engu að síður hefur þetta komið sér afar illa fyrir fjölskylduna mina. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ala upp börnin mín og byrja upp á nýtt. Ég mun nota fordæmi pabba míns og berjast í gegnum þetta mótlæti."
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira