Aðskilnaðarhreyfingvaknar úr löngum dvala 25. september 2006 06:15 Fagnar sjálfstæðiskosningu. Íbúar í Transnistríu vilja ólmir segja skilið við Moldóvu og helst sameinast Rússlandi. Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Í kosningunum voru íbúum héraðsins gefnir tveir möguleikar: Annað hvort yrði héraðið verði áfram sjálfstætt, algerlega í óþökk við stjórnvöld Moldóvu, en í framhaldinu yrði þá stefnt að sameiningu við Rússland, eða skrefið yrði tekið í hina áttina og ákveðið að sameinast Moldóvu. Kosningaþátttakan var góð, nærri 79 prósent allra íbúa í Transnistríu mættu á kjörstað, og af þeim samþykktu 97 prósent áframhaldandi sjálfstæði og þar með sameiningu við Rússland þegar fram líða stundir.Fleiri deilur blundaÍ tengslum við þessar kosningar heyrðust oft varnaðarorð um að þær gætu hvatt aðskilnaðarhreyfingar víðar í fyrrverandi Sovétlýðveldum til dáða, og má þar nefna íbúa í Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem bæði eru héröð í Georgíu, og einnig íbúana í Nagorno-Karabakh í Armeníu. Hörð átök hafa sett svip sinn á sögu þessara héraða eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir hálfum öðrum áratug.Sömuleiðis þótti hætta á því að kosningarnar í Transnistríu gerðu rússneskum stjórnvöldum erfitt fyrir, því þau hafa stutt aðskilnaðarhreyfingar Rússa í öðrum ríkjum en barið hart niður allar aðskilnaðarhreyfingar innan eigin landamæra, eins og til að mynda í Tsjetsjeníu.Transnistría er eitt einangraðasta svæði Evrópu. Til þess að komast frá Tiraspol, sem er höfuðborg Transnistríu, til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu, þarf að fara í gegnum fimm eftirlitsstöðvar, en stór hluti íbúa héraðsins eiga ekkert vegabréf og komast því alls ekki þessa leið. Héraðið Transnistría er löng og mjó landræma meðfram austurlandamærum Moldóvu, austan við ána Dniestr. Transnistría tilheyrði áður Sovétríkjunum og hafði stöðu sjálfstæðs héraðs þar áður en Stalín hirti vænan part af hinum moldóvska hluta Rúmeníu og sameinaði hann héraðinu í nýtt Sovétlýðveldi sem fékk nafnið Moldova.Kostaði 1.500 manns lífiðEftir fall Sovétríkjanna féllu braust fljótlega út stríð milli Moldóvu og Transnistríu sem kostaði 1500 manns lífið en lauk árið 1992, án þess þó að endanleg niðurstaða fengist í sjálfstæðismálinu.Íbúar í Transnistríu eru um það bil 550 þúsund, flestir af rússneskum eða úkraínskum uppruna, en þriðjungur íbúanna er moldóvskur. Íbúarnir minnast margir hverjir Sovétríkjanna með hlýhug og tákn Sovétríkjanna er enn víða að finna í höfuðborginni Tiraspol.Opinbert tungumál Moldóvu er hins vegar rúmenska, og Transnistríubúar hafa enn horn í síðu Rúmena frá því stjórn hliðholl nasistum var þar við völd í heimsstyrjöldinni síðari.„Pólitískur farsi“Utanríkisráðherra Moldóvu kallaði sjálfstæðiskosningarnar í Transnistíur „pólitískan farsa“ sem ekki myndi breyta nokkrum sköpuðum hlut, enda hefur héraðið í reynd verið sjálfstætt í hálfan annan áratug. Einnig þykir afar ólíklegt að af sameiningu við Rússland verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Auk þess á héraðið ekki landamæri að Rússlandi, því Úkraína er á milli Rússlands og Moldóvu.Íbúar héraðsins virðast hins vegar upp til hópa ánægðir með að loksins hafi verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðismálið. „Við hefðum átt að gera þetta fyrir löngu,“ hafði blaðakona AP-fréttastofunnar eftir konu á sextugsaldri, sem var á göngu við risastóra styttu af Lenín sem prýðir miðbæinn í Tiraspol, höfuðborg héraðsins. „Við eigum heima í Rússlandi.“ Erlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Í kosningunum voru íbúum héraðsins gefnir tveir möguleikar: Annað hvort yrði héraðið verði áfram sjálfstætt, algerlega í óþökk við stjórnvöld Moldóvu, en í framhaldinu yrði þá stefnt að sameiningu við Rússland, eða skrefið yrði tekið í hina áttina og ákveðið að sameinast Moldóvu. Kosningaþátttakan var góð, nærri 79 prósent allra íbúa í Transnistríu mættu á kjörstað, og af þeim samþykktu 97 prósent áframhaldandi sjálfstæði og þar með sameiningu við Rússland þegar fram líða stundir.Fleiri deilur blundaÍ tengslum við þessar kosningar heyrðust oft varnaðarorð um að þær gætu hvatt aðskilnaðarhreyfingar víðar í fyrrverandi Sovétlýðveldum til dáða, og má þar nefna íbúa í Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem bæði eru héröð í Georgíu, og einnig íbúana í Nagorno-Karabakh í Armeníu. Hörð átök hafa sett svip sinn á sögu þessara héraða eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir hálfum öðrum áratug.Sömuleiðis þótti hætta á því að kosningarnar í Transnistríu gerðu rússneskum stjórnvöldum erfitt fyrir, því þau hafa stutt aðskilnaðarhreyfingar Rússa í öðrum ríkjum en barið hart niður allar aðskilnaðarhreyfingar innan eigin landamæra, eins og til að mynda í Tsjetsjeníu.Transnistría er eitt einangraðasta svæði Evrópu. Til þess að komast frá Tiraspol, sem er höfuðborg Transnistríu, til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu, þarf að fara í gegnum fimm eftirlitsstöðvar, en stór hluti íbúa héraðsins eiga ekkert vegabréf og komast því alls ekki þessa leið. Héraðið Transnistría er löng og mjó landræma meðfram austurlandamærum Moldóvu, austan við ána Dniestr. Transnistría tilheyrði áður Sovétríkjunum og hafði stöðu sjálfstæðs héraðs þar áður en Stalín hirti vænan part af hinum moldóvska hluta Rúmeníu og sameinaði hann héraðinu í nýtt Sovétlýðveldi sem fékk nafnið Moldova.Kostaði 1.500 manns lífiðEftir fall Sovétríkjanna féllu braust fljótlega út stríð milli Moldóvu og Transnistríu sem kostaði 1500 manns lífið en lauk árið 1992, án þess þó að endanleg niðurstaða fengist í sjálfstæðismálinu.Íbúar í Transnistríu eru um það bil 550 þúsund, flestir af rússneskum eða úkraínskum uppruna, en þriðjungur íbúanna er moldóvskur. Íbúarnir minnast margir hverjir Sovétríkjanna með hlýhug og tákn Sovétríkjanna er enn víða að finna í höfuðborginni Tiraspol.Opinbert tungumál Moldóvu er hins vegar rúmenska, og Transnistríubúar hafa enn horn í síðu Rúmena frá því stjórn hliðholl nasistum var þar við völd í heimsstyrjöldinni síðari.„Pólitískur farsi“Utanríkisráðherra Moldóvu kallaði sjálfstæðiskosningarnar í Transnistíur „pólitískan farsa“ sem ekki myndi breyta nokkrum sköpuðum hlut, enda hefur héraðið í reynd verið sjálfstætt í hálfan annan áratug. Einnig þykir afar ólíklegt að af sameiningu við Rússland verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Auk þess á héraðið ekki landamæri að Rússlandi, því Úkraína er á milli Rússlands og Moldóvu.Íbúar héraðsins virðast hins vegar upp til hópa ánægðir með að loksins hafi verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðismálið. „Við hefðum átt að gera þetta fyrir löngu,“ hafði blaðakona AP-fréttastofunnar eftir konu á sextugsaldri, sem var á göngu við risastóra styttu af Lenín sem prýðir miðbæinn í Tiraspol, höfuðborg héraðsins. „Við eigum heima í Rússlandi.“
Erlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira