Erlent

Fjöldahandtaka mótmælenda

Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndunum í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982.

Húsið var selt kristilegum samtökum fyrir fimm árum og hafa þau síðan unnið að því að fá hústökufólkið borið út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×