Erlent

Aðskilnaðar krafist að nýju

ETA-liðar Lásu upp tilkynningu á útifundi í þorpinu Atitxulegi, nálægt San Sebastian í norðvesturhluta Spánar.
ETA-liðar Lásu upp tilkynningu á útifundi í þorpinu Atitxulegi, nálægt San Sebastian í norðvesturhluta Spánar.

Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera talsmenn ETA-aðskilnaðarsamtakanna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálfstæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið.

Fyrir nákvæmlega sex mánuðum síðan tilkynnti ETA um varanlegt vopnahlé sitt og áhuga á friðarviðræðum. Þá hafði bein krafa um sjálfstæði héraðsins vikið fyrir lýðræðislegri lausn. Síðan hafa nokkrir ETA-menn verið handteknir og lítið þokast í samningaviðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×