Forvarnir eru mikilvægar 29. september 2006 00:01 Heillaráðin þrjú sem nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins voru kynnt í gær voru uppistaðan í dagskrá forvarnardagsins sem haldinn var að frumkvæði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, sveitarfélög og fleiri. Þetta er þarft átak, sem vonandi verður einhver árangur af, og stendur ekki aðeins í einn dag, heldur smitar út frá sér í umræðu manna á meðal, ekki síst hjá unga fólkinu og foreldrum þess. Heillaráð þessi ættu að vera flestum kunn, því auk þess að kynna þau í skólunum með viðeigandi hætti voru þau send inn á öll heimili landsins og hafa vonandi ekki lent í ruslafötunni áður en þau voru lesin. Það er með þessi heillaráð eins og svo margt annað, að þau ná kannski ekki til þeirra sem helst þyrftu á þeim að halda, heldur aðeins til þeirra sem þegar gera sér grein fyrir fíkniefnavandanum og hvernig mögulegt sé fyrir foreldra og börn í sameiningu að minnka hættuna á að ungmenni verði eitrinu að bráð. Í nútíma þjóðfélagi, þar sem stöðugt fækkar þeim fjölskyldum þar sem allir setjast niður saman á kvöldin og borða kvöldmat, er enn meiri ástæða en áður til að hvetja til samveru foreldra og barna á degi hverjum. Annað heillaráðið er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi af ýmsum toga. Reynslan hefur sýnt að þeim unglingum sem taka þátt í slíku starfi er síður hætt við að ánetjast fíkniefnum en hinum sem hafa það helst fyrir stafni að hanga í eða við næstu sjoppu eða vera á flækingi úti um borg og bý, nætur og daga. Frægt íþróttafólk er gjarnan fyrirmynd þeirra ungu og því er mjög mikilvægt að nafnkunnir íþróttamenn og konur séu góðar fyrirmyndir, bæði hvað varðar áfengi og tóbak og ekki síst fíkniefni hvers konar. Reyndar er það svo að þeir sem nota fíkniefni eru ekki líklegir til afreka í íþróttum og þess vegna er rétt að leggja á það áherslu að áfengi og íþróttir fara ekki saman. Þriðja heillaráðið fjallar einmitt um áfengi, en talið er að því lengur sem unglingar snerti ekki áfengi eigi þeir síður á hættu að verða fíkniefnavandanum að bráð. Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar vísindaferðir háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær áfengisferðir, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð. Fyrirtæki og stofnanir í samvinnu við nemendafélög ættu að sjá sóma sinn í því að halda þessum ferðum innan skynsamlegra marka. Framundan eru prófkjör flokkanna, og þá hefur stundum borið við að ungu fólki sé smalað saman á vegum frambjóðenda og áfengi veitt ótæpilega. Núverandi og verðandi stjórnmálamenn eiga ekki að láta slíkt viðgangast, þótt þeir séu í hörðum slag um stuðning flokksmanna sinna til valda og áhrifa, því slíkt kemur alltaf í bakið á þeim, þótt síðar verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun
Heillaráðin þrjú sem nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins voru kynnt í gær voru uppistaðan í dagskrá forvarnardagsins sem haldinn var að frumkvæði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, sveitarfélög og fleiri. Þetta er þarft átak, sem vonandi verður einhver árangur af, og stendur ekki aðeins í einn dag, heldur smitar út frá sér í umræðu manna á meðal, ekki síst hjá unga fólkinu og foreldrum þess. Heillaráð þessi ættu að vera flestum kunn, því auk þess að kynna þau í skólunum með viðeigandi hætti voru þau send inn á öll heimili landsins og hafa vonandi ekki lent í ruslafötunni áður en þau voru lesin. Það er með þessi heillaráð eins og svo margt annað, að þau ná kannski ekki til þeirra sem helst þyrftu á þeim að halda, heldur aðeins til þeirra sem þegar gera sér grein fyrir fíkniefnavandanum og hvernig mögulegt sé fyrir foreldra og börn í sameiningu að minnka hættuna á að ungmenni verði eitrinu að bráð. Í nútíma þjóðfélagi, þar sem stöðugt fækkar þeim fjölskyldum þar sem allir setjast niður saman á kvöldin og borða kvöldmat, er enn meiri ástæða en áður til að hvetja til samveru foreldra og barna á degi hverjum. Annað heillaráðið er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi af ýmsum toga. Reynslan hefur sýnt að þeim unglingum sem taka þátt í slíku starfi er síður hætt við að ánetjast fíkniefnum en hinum sem hafa það helst fyrir stafni að hanga í eða við næstu sjoppu eða vera á flækingi úti um borg og bý, nætur og daga. Frægt íþróttafólk er gjarnan fyrirmynd þeirra ungu og því er mjög mikilvægt að nafnkunnir íþróttamenn og konur séu góðar fyrirmyndir, bæði hvað varðar áfengi og tóbak og ekki síst fíkniefni hvers konar. Reyndar er það svo að þeir sem nota fíkniefni eru ekki líklegir til afreka í íþróttum og þess vegna er rétt að leggja á það áherslu að áfengi og íþróttir fara ekki saman. Þriðja heillaráðið fjallar einmitt um áfengi, en talið er að því lengur sem unglingar snerti ekki áfengi eigi þeir síður á hættu að verða fíkniefnavandanum að bráð. Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar vísindaferðir háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær áfengisferðir, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð. Fyrirtæki og stofnanir í samvinnu við nemendafélög ættu að sjá sóma sinn í því að halda þessum ferðum innan skynsamlegra marka. Framundan eru prófkjör flokkanna, og þá hefur stundum borið við að ungu fólki sé smalað saman á vegum frambjóðenda og áfengi veitt ótæpilega. Núverandi og verðandi stjórnmálamenn eiga ekki að láta slíkt viðgangast, þótt þeir séu í hörðum slag um stuðning flokksmanna sinna til valda og áhrifa, því slíkt kemur alltaf í bakið á þeim, þótt síðar verði.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun