Erlent

Herforingi verður forsætisráðherra

Surayud Chulanont nýr forsætisráðherra Taílands.
Surayud Chulanont nýr forsætisráðherra Taílands.

Hershöfðinginn fyrrverandi, Surayud Chulanont, var í gær svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands. Tvær vikur eru frá valdaráni stjórnarhersins þar í landi og völdu yfirmenn hersins Surayud í embættið þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að herinn myndi ekki sitja lengi við völd.

Surayud, sem er 63 ára og var í hernum í fjóra áratugi, segist ætla að einbeita sér að því að koma friði og jafnvægi á í landinu.

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra sem bolað var burt á meðan hann var staddur erlendis, var grunaður um víðtæka spillingu.

Gert er ráð fyrir að kosningar fari fram í landinu eftir ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×