Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans 2. október 2006 05:30 George W. Bush Bandaríkjaforseti er undir miklu álagi þessa dagana, en í dag kemur bók blaðamannsins virta Bobs Woodward út, þar sem Bush fær afar harða útreið og er sagður lifa í afneitun varðandi ástandið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel. Erlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel.
Erlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira