Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans 2. október 2006 05:30 George W. Bush Bandaríkjaforseti er undir miklu álagi þessa dagana, en í dag kemur bók blaðamannsins virta Bobs Woodward út, þar sem Bush fær afar harða útreið og er sagður lifa í afneitun varðandi ástandið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel. Erlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel.
Erlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira