Erlent

Tyrkneskri flugvél rænt

Flugvél rænt Engan sakaði þegar tveir Tyrkir rændu flugvél í gær.
Flugvél rænt Engan sakaði þegar tveir Tyrkir rændu flugvél í gær. MYND/AP

Engan sakaði þegar tyrkneskri farþegaflugvél á leið frá Albaníu til Tyrklands var rænt í háloftunum yfir Grikklandi í gær. Ræningjarnir, sem voru tveir óvopnaðir Tyrkir, sögðust vera að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn páfa til Tyrklands í næsta mánuði.

Ítalskar herþotur fylgdu vélinni til Brindisi-flugvallarins á Suður-Ítalíu en ekki til Rómar líkt og flugræningjarnir fóru fram á.

Eftir að vélinni var lent slepptu flugræningjarnir fljótlega bæði farþegunum 107 og sex manna áhöfn. Að sögn samgönguráðherra Tyrklands óskuðu mennirnir jafnframt eftir pólitísku hæli á Ítalíu. Dvöl þeirra þar hófst í ítölsku fangelsi í gær, hvað svo sem síðar verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×