Harmur eftir blóðbað í skólum 4. október 2006 07:30 Amish-börn í Nickel Mines Amish-börn og eldri kona sjást hér í hestvagni í þorpinu Nickel Mines í gær, nálægt skólanum sem ódæðið var framið í. MYND/AP Bandaríkjamenn eru sem í losti eftir röð skotárása í grunnskólum landsins síðustu daga. Í gær dóu úr sárum sínum á sjúkrahúsi tvær stúlkur til viðbótar þeim þremur sem dóu samstundis er 32 ára gamall karlmaður úr nágrenninu skaut á alls ellefu skólastúlkur í litlum skóla Amish-fólks í friðsælli sveit um 80 km vestur af Fíladelfíu í Pennsylvaníuríki í fyrradag. Hinar stúlkurnar sex eru enn á sjúkrahúsi með misalvarleg skotsár. Ódæðismaðurinn svipti sig lífi er lögregla réðst til inngöngu í skólann. Þetta var fjórða og alvarlegasta skotárásin í bandarískum skólum á nokkrum dögum. George W. Bush Bandaríkjaforseti brást við þessum hörmungarfréttum í gær með því að gefa dómsmálaráðherranum Alberto Gonzalo og menntamálaráðherranum Margaret Spelling fyrirmæli um að fá fulltrúa löggæslu- og menntamálayfirvalda til viðræðna um aðgerðir til að hindra að slíkt endurtæki sig. Dana Perino, talsmaður forsetans, greindi frá þessu í gær. Hún sagði að í viðræðunum ætti að ræða hvernig alríkisstjórnin gæti beitt sér til að bæta öryggi í skólum landsins og til að hjálpa þeim samfélögum sem orðið hafa fyrir ofbeldisglæpum af þessu tagi. Í næstu viku væri áformað að halda ráðstefnu með fulltrúum alríkislögreglunnar FBI og samtaka kennara og foreldra. „Það fyllir bandarísku þjóðina óstjórnlegum harmi þegar saklaus skólabörn eru tekin í gíslingu og þau skotin niður,“ sagði Perino.Vildi drepa stúlkurCharles C. Roberts Ódæðismaðurinn.Harmleikurinn í fyrradag hófst með því að mjólkurbílstjórinn Charles C. Roberts ók á pallbíl sínum að litla barnaskólanum í Amish-sveitaþorpinu Nickel Mines um kl. hálfellefu að morgni, óð þar inn vopnaður skammbyssu og haglabyssu, auk skot- og verkfæra. Þá voru um 30 manns staddir í einu skólastofu hússins og maðurinn byrjaði á því að senda alla drengi út. Ófrískri kennslukonunni tókst líka að komast undan. Eftir urðu fimmtán ára aðstoðarstúlka kennarans og tíu stúlkur á aldrinum sex til þrettán ára. Hann lét þær raða sér upp við töfluna við enda stofunnar og batt þær á höndum og fótum með vír og límbandi. Þá negldi hann fyrir dyrnar með viðarplönkum sem hann hafði meðferðis. Kennslukonan sem komst undan gat gert lögreglu viðvart frá nálægum sveitabæ. Enginn sími var í skólanum, þar sem Amish-fólk reynir að lifa án allra nútíma tæknitóla. Og glæpir eru nánast óþekktir í sveitasamfélagi hins hlédræga og friðelskandi sértrúarsöfnuðar.Er lögreglan kom á vettvang gat hún lítið gert. „Hann raðaði þeim upp greinilega eins og við aftöku og skaut þær í höfuðið,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Þegar lögreglumennirnir höfðu brotið sér leið inn í skólastofuna blasti við hryllileg sjón. Tvær stúlkur voru látnar, auk ódæðismannsins sem hafði skotið sjálfan sig í höfuðið. Ein stúlkan dó í örmum lögreglumanns er hann var að bera hana út til að hún kæmist undir læknishendur.„Hann vildi finna kvenkyns fórnarlömb,“ sagði Jeffrey B. Miller hjá ríkislögreglu Pennsylvaníu. Roberts var sjálfur ekki meðlimur Amish-trúfélagsins þótt hann byggi í nágrenninu. „Hann var reiður út í eigið líf, út í Guð,“ sagði Miller. „Það lítur út fyrir að hann hafi valið þennan skóla vegna þess að hann var í nágrenni við heimili hans, vegna þess að þar voru kvenkyns fórnarlömb sem hann leitaði að, og sennilega vegna þess að það var auðveldara að vaða þar inn en í stærri skóla.“Sagður ástríkur fjölskyldufaðirgátlisti glæps Jeffrey B. Miller, talsmaður lögreglunnar í Pennsylvaníu, sýnir á blaðamannafundi minnisbók ódæðismannsins með lista yfir það sem hann hafði með sér í árásinni. fréttablaðið/APRoberts var þriggja barna fjölskyldufaðir og hvorki á sakaskrá né var vitað til að hann hefði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann kvað hafa talað við eiginkonu sína í síma úr skólastofunni, rétt áður en hann hóf skothríðina. Hann á að hafa sagt við hana: „Löggan er komin. Ég kem ekki heim.“ Að sögn lögreglu sagði hann eiginkonunni að hann væri að hefna fyrir eitthvað sem var gert á hans hlut fyrir tuttugu árum. Miller vildi ekki greina nánar frá því hvað það hefði verið.Miller tjáði NBC-sjónvarpsstöðinni að Roberts-hjónin hefðu misst dóttur „um það bil fyrir þremur árum“ og það kynni að hafa átt þátt í því sem rak Roberts til að fremja ódæðið.Roberts skildi eftir kveðjubréf heima hjá sér, eftir að hann skilaði börnum sínum í skólabílinn. Að sögn Millers höfðu samstarfsmenn Roberts upplýst að hann hefði verið þunglyndur síðustu mánuði, en hefði síðan mætt til vinnu óvenju kátur í lok síðustu viku. Telur lögreglan það vísbendingu um að hann hafi þá verið búinn að ákveða innra með sér að kveðja þennan heim með þeim skelfilega hætti sem raunin varð.Í skriflegri yfirlýsingu frá eiginkonu Roberts, Marie, segir hún eiginmann sinn hafa verið „ástríkan og umhyggjusaman föður“ sem hefði „aldrei vikið sér undan því að hjálpa til við að skipta um bleyju“.Hliðstæð árás í ColoradoÁrás Roberts átti sér nokkra hliðstæðu við árás sem heimilislaus maður gerði í skóla í Bailey í Colorado í síðustu viku, en að sögn Millers er talið ólíklegt að um hermiglæp sé að ræða. Í árásinni í Bailey tók árásarmaðurinn sex stúlkur í gíslingu. Hann skaut eina þeirra til bana og síðan sjálfan sig. Sá kvað hafa verið kynferðisafbrotamaður.Síðastliðinn föstudag skaut fimmtán ára piltur skólastjórann í gamla skólanum sínum til bana í Cazenovia í Wisconsin. Fyrir tveimur vikum gekk vopnaður maður berserksgang í skóla í Montreal í Kanada og drap eina konu og særði nítján manns, marga alvarlega. Á mánudag var vopnaðs nemanda í skóla í Las Vegas í Nevada leitað af lögreglu. Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Bandaríkjamenn eru sem í losti eftir röð skotárása í grunnskólum landsins síðustu daga. Í gær dóu úr sárum sínum á sjúkrahúsi tvær stúlkur til viðbótar þeim þremur sem dóu samstundis er 32 ára gamall karlmaður úr nágrenninu skaut á alls ellefu skólastúlkur í litlum skóla Amish-fólks í friðsælli sveit um 80 km vestur af Fíladelfíu í Pennsylvaníuríki í fyrradag. Hinar stúlkurnar sex eru enn á sjúkrahúsi með misalvarleg skotsár. Ódæðismaðurinn svipti sig lífi er lögregla réðst til inngöngu í skólann. Þetta var fjórða og alvarlegasta skotárásin í bandarískum skólum á nokkrum dögum. George W. Bush Bandaríkjaforseti brást við þessum hörmungarfréttum í gær með því að gefa dómsmálaráðherranum Alberto Gonzalo og menntamálaráðherranum Margaret Spelling fyrirmæli um að fá fulltrúa löggæslu- og menntamálayfirvalda til viðræðna um aðgerðir til að hindra að slíkt endurtæki sig. Dana Perino, talsmaður forsetans, greindi frá þessu í gær. Hún sagði að í viðræðunum ætti að ræða hvernig alríkisstjórnin gæti beitt sér til að bæta öryggi í skólum landsins og til að hjálpa þeim samfélögum sem orðið hafa fyrir ofbeldisglæpum af þessu tagi. Í næstu viku væri áformað að halda ráðstefnu með fulltrúum alríkislögreglunnar FBI og samtaka kennara og foreldra. „Það fyllir bandarísku þjóðina óstjórnlegum harmi þegar saklaus skólabörn eru tekin í gíslingu og þau skotin niður,“ sagði Perino.Vildi drepa stúlkurCharles C. Roberts Ódæðismaðurinn.Harmleikurinn í fyrradag hófst með því að mjólkurbílstjórinn Charles C. Roberts ók á pallbíl sínum að litla barnaskólanum í Amish-sveitaþorpinu Nickel Mines um kl. hálfellefu að morgni, óð þar inn vopnaður skammbyssu og haglabyssu, auk skot- og verkfæra. Þá voru um 30 manns staddir í einu skólastofu hússins og maðurinn byrjaði á því að senda alla drengi út. Ófrískri kennslukonunni tókst líka að komast undan. Eftir urðu fimmtán ára aðstoðarstúlka kennarans og tíu stúlkur á aldrinum sex til þrettán ára. Hann lét þær raða sér upp við töfluna við enda stofunnar og batt þær á höndum og fótum með vír og límbandi. Þá negldi hann fyrir dyrnar með viðarplönkum sem hann hafði meðferðis. Kennslukonan sem komst undan gat gert lögreglu viðvart frá nálægum sveitabæ. Enginn sími var í skólanum, þar sem Amish-fólk reynir að lifa án allra nútíma tæknitóla. Og glæpir eru nánast óþekktir í sveitasamfélagi hins hlédræga og friðelskandi sértrúarsöfnuðar.Er lögreglan kom á vettvang gat hún lítið gert. „Hann raðaði þeim upp greinilega eins og við aftöku og skaut þær í höfuðið,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Þegar lögreglumennirnir höfðu brotið sér leið inn í skólastofuna blasti við hryllileg sjón. Tvær stúlkur voru látnar, auk ódæðismannsins sem hafði skotið sjálfan sig í höfuðið. Ein stúlkan dó í örmum lögreglumanns er hann var að bera hana út til að hún kæmist undir læknishendur.„Hann vildi finna kvenkyns fórnarlömb,“ sagði Jeffrey B. Miller hjá ríkislögreglu Pennsylvaníu. Roberts var sjálfur ekki meðlimur Amish-trúfélagsins þótt hann byggi í nágrenninu. „Hann var reiður út í eigið líf, út í Guð,“ sagði Miller. „Það lítur út fyrir að hann hafi valið þennan skóla vegna þess að hann var í nágrenni við heimili hans, vegna þess að þar voru kvenkyns fórnarlömb sem hann leitaði að, og sennilega vegna þess að það var auðveldara að vaða þar inn en í stærri skóla.“Sagður ástríkur fjölskyldufaðirgátlisti glæps Jeffrey B. Miller, talsmaður lögreglunnar í Pennsylvaníu, sýnir á blaðamannafundi minnisbók ódæðismannsins með lista yfir það sem hann hafði með sér í árásinni. fréttablaðið/APRoberts var þriggja barna fjölskyldufaðir og hvorki á sakaskrá né var vitað til að hann hefði átt við geðræn vandamál að stríða. Hann kvað hafa talað við eiginkonu sína í síma úr skólastofunni, rétt áður en hann hóf skothríðina. Hann á að hafa sagt við hana: „Löggan er komin. Ég kem ekki heim.“ Að sögn lögreglu sagði hann eiginkonunni að hann væri að hefna fyrir eitthvað sem var gert á hans hlut fyrir tuttugu árum. Miller vildi ekki greina nánar frá því hvað það hefði verið.Miller tjáði NBC-sjónvarpsstöðinni að Roberts-hjónin hefðu misst dóttur „um það bil fyrir þremur árum“ og það kynni að hafa átt þátt í því sem rak Roberts til að fremja ódæðið.Roberts skildi eftir kveðjubréf heima hjá sér, eftir að hann skilaði börnum sínum í skólabílinn. Að sögn Millers höfðu samstarfsmenn Roberts upplýst að hann hefði verið þunglyndur síðustu mánuði, en hefði síðan mætt til vinnu óvenju kátur í lok síðustu viku. Telur lögreglan það vísbendingu um að hann hafi þá verið búinn að ákveða innra með sér að kveðja þennan heim með þeim skelfilega hætti sem raunin varð.Í skriflegri yfirlýsingu frá eiginkonu Roberts, Marie, segir hún eiginmann sinn hafa verið „ástríkan og umhyggjusaman föður“ sem hefði „aldrei vikið sér undan því að hjálpa til við að skipta um bleyju“.Hliðstæð árás í ColoradoÁrás Roberts átti sér nokkra hliðstæðu við árás sem heimilislaus maður gerði í skóla í Bailey í Colorado í síðustu viku, en að sögn Millers er talið ólíklegt að um hermiglæp sé að ræða. Í árásinni í Bailey tók árásarmaðurinn sex stúlkur í gíslingu. Hann skaut eina þeirra til bana og síðan sjálfan sig. Sá kvað hafa verið kynferðisafbrotamaður.Síðastliðinn föstudag skaut fimmtán ára piltur skólastjórann í gamla skólanum sínum til bana í Cazenovia í Wisconsin. Fyrir tveimur vikum gekk vopnaður maður berserksgang í skóla í Montreal í Kanada og drap eina konu og særði nítján manns, marga alvarlega. Á mánudag var vopnaðs nemanda í skóla í Las Vegas í Nevada leitað af lögreglu.
Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira