Erlent

Mikið fylgistap stjórnarflokksins

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Póllandi, frjálslyndi hægriflokkurinn Borgaravettvangur, nýtur mikils fylgisforskots á aðalstjórnarflokkinn, Lög og réttlæti sem er flokkur þjóðernisíhaldsmanna. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana í Póllandi.

Stjórnin missti þingmeirihlutann fyrir hálfum mánuði, þegar Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra og leiðtogi Laga og réttlætis, rak Andrzej Lepper, leiðtoga smáflokksins Sjálfsvarnar úr stjórninni.

Síðan hefur Kaczynski reynt að fá þingmenn annarra smáflokka og óflokksbundna til liðs við stjórnina. Stjórnarandstaðan krefst nýrra kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×