Brugðist við hótunum Norður-Kóreu 5. október 2006 05:30 Fyrirætlunum Norður-Kóreu mótmælt Suður-Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vísindamanna við öruggar aðstæður. MYND/AP Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“