Skáru upp í þyngdarleysi 5. október 2006 04:30 Þyngdarlaus uppskurður Vísindamenn fylgdust áhugasamir með læknunum, sem voru bundnir niður. MYND/AP Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá. Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Franskir læknar hafa undirbúið sig og læknavísindin undir geimferðir framtíðarinnar með því að gera litla aðgerð á manni í þyngdarleysi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem nokkur maður hefur verið skorinn upp við þær kringumstæður. Aðgerðin fólst í að fjarlægja litla blöðru af framhandlegg 46 ára karlmanns og fór „nákvæmlega eins og við áttum von á,“ sagði Dominique Martin yfirlæknir við blaðamenn að aðgerð lokinni. Hann bætti við að allt benti til þess að hægt verði að nota vélmenni eða fjarstýrðan tölvubúnað til að skera fólk upp í geimförum. Skurðstofan var sett upp í Airbus 300 Zero-G flugvél sem tók 25 djúpar dýfur til að framleiða nær þyngdarleysi innan vélarinnar. Hver dýfa varaði í 22 sekúndur og unnu skurðlæknarnir fimm eingöngu meðan á þeim varði. Flugið sjálft tók um þrjá tíma, en aðgerðin eingöngu ellefu mínútur – eða svipaðan tíma og hún hefði tekið á jörðu niðri. Læknarnir og sjúklingurinn voru bundnir niður og seglar notaðir til að koma í veg fyrir að skurðhnífar flytu um loftið. Eftir að gulleit blaðran, sem var illkynja, var skorin af, flaut hún í burt frá sjúklingnum. Læknarnir höfðu þó fest band í hana svo hún komst ekki langt. Undirbúningur aðgerðarinnar tók þrjú ár, en hún er hluti af víðtækari rannsókn á uppskurðum við þessar aðstæður. Áður höfðu læknarnir framkvæmt mun nákvæmari skurðaðgerð á hala rottu, og sagði Martin þessa aðgerð hafa verið afar einfalda í samanburði. Sjúklingurinn var valinn vegna áhuga hans á teygjustökki, sem gerir hann vanan breytingum í þyngdaraflinu, að sögn talsmanns sjúkrahússins sem Martin vinnur hjá.
Erlent Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira