Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur 8. október 2006 10:15 Kátir Keflvíkingar. Leikmenn Keflavíkur þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Njarðvík og gátu leyft sér að fagna vel og innilega eftir leikinn. Á minni myndinni sést Gunnar Einarsson taka á móti Powerade-bikarnum. MYND/Daníel „Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
„Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn.
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira