Alonso á sigurinn vísan 9. október 2006 06:30 Fernando Alonso fagnaði gríðarlega eftir að sigurinn í Japan var í höfn. Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni. Formúla Íþróttir Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira