Bókmenning frá Berlín 17. október 2006 16:30 Bóklist í þjóðmenningarhúsinu Þýsk listaverk í bókaformi. Sýning á bókum þýska forlagsins Edition Mariannenpresse verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Með sýningunni sem kallast Berlin Excursion er boðið til skoðunarferðar um þann geira menningarlífs Berlínar sem getur af sér sérstæðar bækur, sannkölluð listaverk. Sýndar verða um 40 bækur eftir jafn marga höfunda og myndlistarmenn. Þær eru sérstaklega hannaðar skrautbækur sem gefnar eru út í mjög takmörkuðu tölusettu upplagi. Forlagið gefur að meðaltali út fjórar bækur á ári og flestar af þeim bókum sem sýndar verða á sýningunni eru ófáanlegar. Hugmyndin að baki sýningunni er að vekja athygli á sérstæðri bókaútgáfu sem tvinnar saman fjölbreytt efni, gamaldags prenttækni en einnig nútímalegar hugmyndir. Bækurnar eru flestar skreyttar grafíkmyndum, en margar af myndunum eru í teiknimyndastíl. Allt útlit bókanna er mjög sérstakt og er hver útgáfa fyrir sig listaverk. Sýning verður opnuð kl. 18 en við opnunina flytja Hr. Johann Wenzel sendiherra Þýskalands, Hannes Schwenger útgefandi Mariannenpresse og Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins ávörp. Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýning á bókum þýska forlagsins Edition Mariannenpresse verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Með sýningunni sem kallast Berlin Excursion er boðið til skoðunarferðar um þann geira menningarlífs Berlínar sem getur af sér sérstæðar bækur, sannkölluð listaverk. Sýndar verða um 40 bækur eftir jafn marga höfunda og myndlistarmenn. Þær eru sérstaklega hannaðar skrautbækur sem gefnar eru út í mjög takmörkuðu tölusettu upplagi. Forlagið gefur að meðaltali út fjórar bækur á ári og flestar af þeim bókum sem sýndar verða á sýningunni eru ófáanlegar. Hugmyndin að baki sýningunni er að vekja athygli á sérstæðri bókaútgáfu sem tvinnar saman fjölbreytt efni, gamaldags prenttækni en einnig nútímalegar hugmyndir. Bækurnar eru flestar skreyttar grafíkmyndum, en margar af myndunum eru í teiknimyndastíl. Allt útlit bókanna er mjög sérstakt og er hver útgáfa fyrir sig listaverk. Sýning verður opnuð kl. 18 en við opnunina flytja Hr. Johann Wenzel sendiherra Þýskalands, Hannes Schwenger útgefandi Mariannenpresse og Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenningarhússins ávörp.
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira