Brösótt byrjuní Svíþjóð 17. október 2006 06:00 Það eru ekki beint sælir hveitibrauðsdagar hjá stjórn íhaldsmannsins Frederiks Reinfeld í Svíþjóð, því á fyrstu 10 dögum stjórnar hans hafa tveir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar orðið að segja af sér vegna spillingar og hneykslismála. Byrjunin hjá fjögurra flokka borgaraflokkastjórninni þar í landi lofar því ekki góðu, hvað svo sem síðar verður. Stjórn hægri mannsins Reinfelds tók við í byrjun mánaðarins og í gær lagði nýji fjármálaráðherrann Anders Borg fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt sem einkennist af skattalækkunum upp á tæplega 400 milljarða íslenskra króna. Það voru áhöld um það í fjölmiðlum í Svíþjóð í gær, hvort fjárlagrumvarpið yrði til þess að draga athyglina frá afsögn tveggja ráðherra, eða hvort ráðherraafsagnirnar drægju athyglina frá frumvarpinu og skattalækkununum. Þær koma fyrst og fremst þeim til góða að sjálfsögðu sem eru á vinnumarkaði, og gera má ráð fyrir að eitthvað dragi úr félagslegum stuðningi til einstaklinga á móti. Borgaraflokkastjórnin í Svíþjóð hefur hreinan meirihluta á sænska þinginu, og að henni standa fjórir flokkar. Hægri flokkurinn undir stjórn Frederiks Reinfeld er þeirra stærstur,- hlaut meira en fjórðung atkvæða í kosningum, en hinir flokkarnir fengu á milli sex og átta prósent atkvæða , en þeir eru Þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegir demokratar. Báðir ráðherrarnir sem hafa orðið að segja af sér eru úr flokki Reinfelds og því er áfallið mest fyrir hann. Þeir höfðu auk annars vanrækt að greiða afnotagjöld til Sænska útvarpsins, og þykir það sérstaklega kaldhæðnislegt fyrir menningarmálaráðherrann Ceciliu Stegö Chiló, sem sagði af sér í morgun. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius, sem sagði af sér á laugardaginn hafði það einig á samviskunni, að hafa greitt barnfóstru sinni undir borðið. Fyrir kosningnarar í Svíþjóð í september varð mikið fjaðrafok vegna þess að andstæðingarnir höfðu komist í tölvur sænskra krata og gátu þannig aflað sér upplýsinga um kosningabáráttu þeirra. Jafnaðarmenn reyndu að sjálfsögðu að gera sem mest úr því máli, en það dugði þeim ekki til að halda völdum eftir kosningar. Jafnaðarmenn eiga að baki mjög langan valdaferil í Svíþjóð, og því ekki úr vegi að álykta sem svo að þeirra menn sitji víða á valdastólum í embættismnanakerfinu, og eigi þannig greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum sem geta komið núverandi stjórnarandstöðu til góða í stjórnmálabaráttuni í landinu. Þannig er ekki talið ólíklegt að fleiri ráðherrar eigi eftir að segja af sér, vegna ýmissa yfirsjóna á undanförnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun
Það eru ekki beint sælir hveitibrauðsdagar hjá stjórn íhaldsmannsins Frederiks Reinfeld í Svíþjóð, því á fyrstu 10 dögum stjórnar hans hafa tveir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar orðið að segja af sér vegna spillingar og hneykslismála. Byrjunin hjá fjögurra flokka borgaraflokkastjórninni þar í landi lofar því ekki góðu, hvað svo sem síðar verður. Stjórn hægri mannsins Reinfelds tók við í byrjun mánaðarins og í gær lagði nýji fjármálaráðherrann Anders Borg fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt sem einkennist af skattalækkunum upp á tæplega 400 milljarða íslenskra króna. Það voru áhöld um það í fjölmiðlum í Svíþjóð í gær, hvort fjárlagrumvarpið yrði til þess að draga athyglina frá afsögn tveggja ráðherra, eða hvort ráðherraafsagnirnar drægju athyglina frá frumvarpinu og skattalækkununum. Þær koma fyrst og fremst þeim til góða að sjálfsögðu sem eru á vinnumarkaði, og gera má ráð fyrir að eitthvað dragi úr félagslegum stuðningi til einstaklinga á móti. Borgaraflokkastjórnin í Svíþjóð hefur hreinan meirihluta á sænska þinginu, og að henni standa fjórir flokkar. Hægri flokkurinn undir stjórn Frederiks Reinfeld er þeirra stærstur,- hlaut meira en fjórðung atkvæða í kosningum, en hinir flokkarnir fengu á milli sex og átta prósent atkvæða , en þeir eru Þjóðarflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegir demokratar. Báðir ráðherrarnir sem hafa orðið að segja af sér eru úr flokki Reinfelds og því er áfallið mest fyrir hann. Þeir höfðu auk annars vanrækt að greiða afnotagjöld til Sænska útvarpsins, og þykir það sérstaklega kaldhæðnislegt fyrir menningarmálaráðherrann Ceciliu Stegö Chiló, sem sagði af sér í morgun. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius, sem sagði af sér á laugardaginn hafði það einig á samviskunni, að hafa greitt barnfóstru sinni undir borðið. Fyrir kosningnarar í Svíþjóð í september varð mikið fjaðrafok vegna þess að andstæðingarnir höfðu komist í tölvur sænskra krata og gátu þannig aflað sér upplýsinga um kosningabáráttu þeirra. Jafnaðarmenn reyndu að sjálfsögðu að gera sem mest úr því máli, en það dugði þeim ekki til að halda völdum eftir kosningar. Jafnaðarmenn eiga að baki mjög langan valdaferil í Svíþjóð, og því ekki úr vegi að álykta sem svo að þeirra menn sitji víða á valdastólum í embættismnanakerfinu, og eigi þannig greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum sem geta komið núverandi stjórnarandstöðu til góða í stjórnmálabaráttuni í landinu. Þannig er ekki talið ólíklegt að fleiri ráðherrar eigi eftir að segja af sér, vegna ýmissa yfirsjóna á undanförnum árum.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun