Þrándur í Götu mættur 18. október 2006 08:00 Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæstarréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnordische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929. Tilgangur með útgáfu Fornritafélagsins hélst í hendur við vaxandi forræði íslenskra fræðimanna í textarannsóknum hér heima sem höfðu um langan aldur verið í höndum norrænna manna, þar á meðal íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn. Stefndi Fornritafélagið að vönduðum fræðilegum útgáfum á fornritum, fyrst og fremst Íslendingasögum, en við bættust fleiri ritflokkar frá miðöldum: Biskupasögur, Heimskringla og fleiri rit. Er ætlun manna þar á bæ að út komi í ritröðinni, sem nú telur 23 bindi, lögbækur, vísindatextar, annálar, fornkvæði, ýmsar þýðingar, riddarasögur og ævintýri. Er ritröðin metnaðarfyllsta verkefni íslenskra fræða fyrr og síðar. Nýja bindið er sett saman af útgáfum Ólafs Halldórssonar á Færeyingasögu og áður óútgefinni Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Er bindið það tuttugasta og fimmta í ritröðinni sem enn er götótt því hún er komin í töluröðina 35 þegar allt er talið. Færeyingasaga kom fyrst út í útgáfu Ólafs í skólabókarútgáfu, en í útgáfum Fornritafélagsins er stefnt að útgáfum sem eru í senn almenningi til lestrar og eru unnar á fræðilegan hátt. Þar skilja útgáfur Fornritafélagsins sig frá svokölluðum alþýðuútgáfum eins og útgáfu Valdimars Ásmundssonar í byrjun tuttugustu aldar og útgáfu Svarts á hvítu. Þá ber að nefna útgáfur Halldórs Laxness á völdum Íslendingasögum sem brutu þá reglu sem viðhöfð er í útgáfum Fornritafélagsins að textarnir eru með samræmdri stafsetningu fornri en ekki gildandi réttritun hvers tíma. Færeyingasaga er saga Götuskeggja, höfðingjaættar sem kennt er við Götu í Austurey aðalhetja sögunnar er Þrándur í Götu sem lifir góðu lífi í orðatiltæki enn þann dag í dag. Saga Odds Snorrasonar er í ætt við helgisögur en er með elstu heimildum um Ólaf konung og setur hann á stall með dýrðlingum, einkum Jóhannesi skírara. Í útgáfunni er ítarlegur formáli eftir Ólaf Halldórsson. Þá fylgja útgáfunni kort og ættartré auk sextán myndasíða. Er útgáfan öll hin vandaðasta, bundin og prentuð í Odda. Ritstjórar eru þeir Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Á næstu árum eru væntanleg á prent á vegum Fornritafélagsins tvö bindi Biskupasagna, Eddukvæði í tveimur bindum, Snorra Edda í tveimur bindum, Sturlunga í fjórum bindum, fornaldarsögur í fjórum bindum, Hákonar saga Hákonarsonar og Morkinskinna. Undrum sætir hversu hægt útgáfan hefur gengið fram og er þar fyrst um að kenna fálæti stjórnvalda. Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nýtt bindi er komið út í hinni viðamiklu útgáfu Hins íslenska fornritafélags á textum miðalda sem hófust með útgáfu Sigurðar Nordal á Egils sögu 1933. Félagið var stofnað að frumkvæði Jóns Ásbjörnssonar hæstarréttarlögmanns 1928 og sótti hann fyrirmyndina að útgáfuhugmyndum sínum til Þýskalands en þar hafði komið út frá 1892 stórt safn norrænna texta, Altnordische Saga- Bibliotek og lauk þeirri útgáfu ekki fyrr en 1929. Tilgangur með útgáfu Fornritafélagsins hélst í hendur við vaxandi forræði íslenskra fræðimanna í textarannsóknum hér heima sem höfðu um langan aldur verið í höndum norrænna manna, þar á meðal íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn. Stefndi Fornritafélagið að vönduðum fræðilegum útgáfum á fornritum, fyrst og fremst Íslendingasögum, en við bættust fleiri ritflokkar frá miðöldum: Biskupasögur, Heimskringla og fleiri rit. Er ætlun manna þar á bæ að út komi í ritröðinni, sem nú telur 23 bindi, lögbækur, vísindatextar, annálar, fornkvæði, ýmsar þýðingar, riddarasögur og ævintýri. Er ritröðin metnaðarfyllsta verkefni íslenskra fræða fyrr og síðar. Nýja bindið er sett saman af útgáfum Ólafs Halldórssonar á Færeyingasögu og áður óútgefinni Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Er bindið það tuttugasta og fimmta í ritröðinni sem enn er götótt því hún er komin í töluröðina 35 þegar allt er talið. Færeyingasaga kom fyrst út í útgáfu Ólafs í skólabókarútgáfu, en í útgáfum Fornritafélagsins er stefnt að útgáfum sem eru í senn almenningi til lestrar og eru unnar á fræðilegan hátt. Þar skilja útgáfur Fornritafélagsins sig frá svokölluðum alþýðuútgáfum eins og útgáfu Valdimars Ásmundssonar í byrjun tuttugustu aldar og útgáfu Svarts á hvítu. Þá ber að nefna útgáfur Halldórs Laxness á völdum Íslendingasögum sem brutu þá reglu sem viðhöfð er í útgáfum Fornritafélagsins að textarnir eru með samræmdri stafsetningu fornri en ekki gildandi réttritun hvers tíma. Færeyingasaga er saga Götuskeggja, höfðingjaættar sem kennt er við Götu í Austurey aðalhetja sögunnar er Þrándur í Götu sem lifir góðu lífi í orðatiltæki enn þann dag í dag. Saga Odds Snorrasonar er í ætt við helgisögur en er með elstu heimildum um Ólaf konung og setur hann á stall með dýrðlingum, einkum Jóhannesi skírara. Í útgáfunni er ítarlegur formáli eftir Ólaf Halldórsson. Þá fylgja útgáfunni kort og ættartré auk sextán myndasíða. Er útgáfan öll hin vandaðasta, bundin og prentuð í Odda. Ritstjórar eru þeir Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Á næstu árum eru væntanleg á prent á vegum Fornritafélagsins tvö bindi Biskupasagna, Eddukvæði í tveimur bindum, Snorra Edda í tveimur bindum, Sturlunga í fjórum bindum, fornaldarsögur í fjórum bindum, Hákonar saga Hákonarsonar og Morkinskinna. Undrum sætir hversu hægt útgáfan hefur gengið fram og er þar fyrst um að kenna fálæti stjórnvalda. Þeim lætur betur að tala um menningararfinn en kosta hann.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið