Menning

Frankenstein allur

Voðaverk mannsins Skrímslið Frankenstein gengur aftur í mýmörgum myndum í afþreyingarmenningu nútímans.
Voðaverk mannsins Skrímslið Frankenstein gengur aftur í mýmörgum myndum í afþreyingarmenningu nútímans.

Flestir kannast við söguna um Frankenstein, óða vísindamanninn sem í þráhyggju sinni skapar skrímsli sem ekki getur átt samskipti við nokkra aðra lifandi veru. Þessi fræga hryllingssaga er nú loksins komin út í óstyttri útgáfu hér á landi. Bókin ber heitið Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus en forlagið JPV gefur út þýðingu Böðvars Guðmundssonar á verkinu.

Rithöfundurinn Mary Shelley hóf ritun sögunnar þegar hún var aðeins 18 ára gömul og kom hún fyrst út árið 1818  þegar Mary var 26 ára. Sextán ára gömul hljópst Mary að heiman til að búa með ljóðskáldinu Percy Shelley sem þá var giftur. Mary var útskúfuð úr samfélaginu og fjölskyldunni en samband þeirra hjóna varð henni innblástur að þessi frægustu skáldsögu hennar.

Sagan af Frankenstein hefur haft mikilvirk áhrif á heimsbókmenntasöguna enda er hún þekktasta hryllingssaga heimsins. Hún hefur getið af sér sjálfstæða grein hryllingssagna og kvikmynda og verið uppspretta ótal vangaveltna um sköpunargáfu mannsins og takmörk hennar.

Bókin er ríkulega myndskreytt fjölmörgum mikilfenglegum tréristum eftir Lynd Ward.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.