Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin 19. október 2006 18:30 Ryan Philippe Leiddist ekki dvölin hér á landi og sást oft á skemmtistöðum borgarinnar að loknum erfiðum tökudögum Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira