MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu 19. október 2006 12:15 Jónas Freydal Lóðsaði MTV og We Are Scientists um Reykjavík í gær. Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves. Menning Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves.
Menning Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira