Melódískt orgelpopp 20. október 2006 10:30 Mates of State Bring it Back Niðurstaða: Hjónakornin í Mates of State halda áfram að fóðra okkur á melódísku indí-poppi sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik. Ágæt plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda.
Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira