Vendipunktar Valgerðar 21. október 2006 11:00 Fer frjálslega með Miðilinn Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður sýnir í Hafnarborg. MYND/GVA Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar" ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Valgerður sérhæfði sig í steinþrykki og ætingu en hún nam myndlist í Bandaríkjunum á sínum tíma og hefur kennt grafíklist hér á landi auk þess að vera gestakennari eða fyrirlesari við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Á dögunum kom einnig út bók um grafíklist í Bretlandi eftir listfræðinginn Richard Noyce, Printmaking on the Edge, þar sem fjallað er um verk Valgerðar. „Yfirskrift sýningarinnar nú er bæði hugmyndafræðileg og sálræn," útskýrir Valgerður. „Ég sýni ákveðin atriði sem hafa breytt stefnunni hjá mér og verk sem verða því ákveðnir vendipunktar." Hún nefnir þar til dæmis nýja nýtingu myndflatarins. „Ég hef þróað mína eigin aðferð og fer frjálslega með miðilinn. Þannig eru verkin mín hálfgerðir hljóð- og pappírsskúlptúrar. Ég nýti myndflötinn eins og skúlptúr í stað þess að þrykkja myndinni á hefðbundinn hátt. Verkin ættu eðli málsins samkvæmt að vera í upplagi en eru í raun einstök verk, þau hanga í sýningarrýminu og fólk getur séð þau báðum megin. Ljós og skuggar skipa þannig jafn mikinn sess og myndefnið sjálft. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk unnin á tímabilinu 2003 til 2006, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Á neðri hæð, í Sverrissal, gefur að líta kynningu á hugmyndum og aðferðum er liggja að baki myndsköpun Valgerðar. Áhersla er lögð á hinn fræðandi þátt og nokkur lykilverk er hafa haft áhrif á þróun verka Valgerðar og er elsta verkið frá 1983. Um áhrifavalda sína og innblástur segir Valgerður að bakgrunnur sinn í náttúrufræðum og tónlist hafi töluverð áhrif á listsköpun hennar. „Það hefur til dæmis áhrif á myndbygginguna enda er heilmikill taktur eða púls í verkunum," segir hún og bendir á að á sýningunni nú séu tvö hljóðverk sem tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir verk hennar. Valgerður lauk tónlistarnámi á sama tíma og hún kláraði myndlistarnámið og segir þá reynslu hafa nýst vel. „Það er auðveldara að skynja abstrakt hugsun þegar maður vísar til tónlistarinnar. Það er erfiðara þegar fólk sér eitthvað sem það getur tengt við það sem það hefur séð fyrir. Stundum er gott að geta slökkt á því sem við þekkjum og notið hlutanna eins og þeir eru." Sýningin í Hafnarborg stendur til 30. október. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar" ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Valgerður sérhæfði sig í steinþrykki og ætingu en hún nam myndlist í Bandaríkjunum á sínum tíma og hefur kennt grafíklist hér á landi auk þess að vera gestakennari eða fyrirlesari við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Á dögunum kom einnig út bók um grafíklist í Bretlandi eftir listfræðinginn Richard Noyce, Printmaking on the Edge, þar sem fjallað er um verk Valgerðar. „Yfirskrift sýningarinnar nú er bæði hugmyndafræðileg og sálræn," útskýrir Valgerður. „Ég sýni ákveðin atriði sem hafa breytt stefnunni hjá mér og verk sem verða því ákveðnir vendipunktar." Hún nefnir þar til dæmis nýja nýtingu myndflatarins. „Ég hef þróað mína eigin aðferð og fer frjálslega með miðilinn. Þannig eru verkin mín hálfgerðir hljóð- og pappírsskúlptúrar. Ég nýti myndflötinn eins og skúlptúr í stað þess að þrykkja myndinni á hefðbundinn hátt. Verkin ættu eðli málsins samkvæmt að vera í upplagi en eru í raun einstök verk, þau hanga í sýningarrýminu og fólk getur séð þau báðum megin. Ljós og skuggar skipa þannig jafn mikinn sess og myndefnið sjálft. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk unnin á tímabilinu 2003 til 2006, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Á neðri hæð, í Sverrissal, gefur að líta kynningu á hugmyndum og aðferðum er liggja að baki myndsköpun Valgerðar. Áhersla er lögð á hinn fræðandi þátt og nokkur lykilverk er hafa haft áhrif á þróun verka Valgerðar og er elsta verkið frá 1983. Um áhrifavalda sína og innblástur segir Valgerður að bakgrunnur sinn í náttúrufræðum og tónlist hafi töluverð áhrif á listsköpun hennar. „Það hefur til dæmis áhrif á myndbygginguna enda er heilmikill taktur eða púls í verkunum," segir hún og bendir á að á sýningunni nú séu tvö hljóðverk sem tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir verk hennar. Valgerður lauk tónlistarnámi á sama tíma og hún kláraði myndlistarnámið og segir þá reynslu hafa nýst vel. „Það er auðveldara að skynja abstrakt hugsun þegar maður vísar til tónlistarinnar. Það er erfiðara þegar fólk sér eitthvað sem það getur tengt við það sem það hefur séð fyrir. Stundum er gott að geta slökkt á því sem við þekkjum og notið hlutanna eins og þeir eru." Sýningin í Hafnarborg stendur til 30. október.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið