Mozart mættur á svið 21. október 2006 11:30 Frumsýning verður í kvöld á Amadeus eftir Peter Shaffer Í efri röð eru Þórunn S. Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður, Hilmir Snær Guðnason sem fer með hlutverk Salieri og Stefán Baldursson leikstjóri. Í fremri röð eru Víðir Guðmundsson og Birgitta Birgisdóttir sem leika hjónakornin Wolfgang Amadeus og Konstönsu konu hans. MYND/Valli Ýmsum hnykkti við þegar tilkynnt var síðastliðið vor að Leikfélag Reykjavíkur hygðist setja Amadeus eftir Peter Shaffer á svið. Þekktu ekki allir kvikmynd Miosar Forman, bæði í stuttri og langri gerð? Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson höfðu leikið þá fjandvinina Salieri og Mozart snemma á níunda áratugnum og var verkið svo merkilegt að það ætti erindi á svið? Spurningum af þessu tagi verður svarað í kvöld þegar tjaldið lyftist af stóra sviði Borgarleikhússins og áhorfendur dragast inn í hugarfylgsni tónskáldsins Salieris. Hilmir Snær stendur í fyrsta sinn á stærsta sviði landsins í hlutverki sem rúmar allt verkið. Peter Shaffer er fæddur árið 1926 og óhætt er að fullyrða að leikritið um meðalmanninn Salieri og snillinginn Mozart sé toppurinn á skáldferli hans. Hann er gyðingur frá Liverpool og tók að birta leikverk um þrítugt. Five Finger Exersize (1958) var leikið hér af Ferðaleikhúsinu, Leikfélagið hefur komið á svið tveimur þekktari verka hans, Svartri kómedíu (1965) og Equus (1973). Shaffer hefur átt miklum vinsældum að fagna sem leikskáld. Fyrir utan verkin sem þegar hafa verið nefnd er Royal Hunt of the Sun (1964) þekkt og virt. Shaffer var á sinni tíð við nám í breskri leikritun. Hann var fjarri tilvistarkreppu absúrdismans og laus við verkalýðshyggju eldhússkólans. Hann fór sínar eigin leiðir. Hann var gjarn á að leiða saman guðlega köllun og jarðbundna menn og hvergi tókst honum betur til en í Amadeus. Verkið var nokkuð lengi í vinnslu. Simon Callow leikarinn góðkunni (Four Weddings and a Funeral) lýsti nýlega tilurð verksins en hann var ráðinn í að leika Mozart meðan það var enn í smíðum. Það valt milli borða valdamikilla leikstjóra í London og á endanum hreppti Peter Hall hnossið: Paul Scofield skóp Salieri og Callow Mozart – verkið var sýnt þúsund sinnum í London og New York. Sýning Hall vann öll tiltæk verðlaun beggja vegna Atlantshafsins. Salieri rekur fyrir okkur á gamals aldri hvernig hann kynntist rödd guðs í krakkanum og klámkjaftinum Mozart. Tónlistin hljómar því í gegnum allt verkið og upplýsir okkur áhorfendur um snilli undrabarnsins og um leið erum við leiksoppar leikskáldsins sem vefur okkur um fingur sér. Stefán Baldursson segir hér á síðunni að Shaffer hafi ekki sleppt höndum af verkinu, hafi endursamið það að hluta. Því geta þeir sem sáu og muna sviðsetningu Helga Skúlasonar glatt sig við nýja loga á sviðinu. Hinir sækja þangað nýja reynslu. Leikfélagsmenn tjalda miklu til: hér eru kallaðir til kraftar sem eru áhorfendum Borgarleikhússins nýir: Hilmir Snær, Víðir og Birgitta eiga öll frumraun á stóra sviðinu. Þá snúa Þórunn og Stefán aftur til Leikfélagsins sem eru tíðindi í sjálfu sér. Frumsýningargestir og þeir sem eftir fylgja eiga spennandi kvöldstund í vændum. Menning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ýmsum hnykkti við þegar tilkynnt var síðastliðið vor að Leikfélag Reykjavíkur hygðist setja Amadeus eftir Peter Shaffer á svið. Þekktu ekki allir kvikmynd Miosar Forman, bæði í stuttri og langri gerð? Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson höfðu leikið þá fjandvinina Salieri og Mozart snemma á níunda áratugnum og var verkið svo merkilegt að það ætti erindi á svið? Spurningum af þessu tagi verður svarað í kvöld þegar tjaldið lyftist af stóra sviði Borgarleikhússins og áhorfendur dragast inn í hugarfylgsni tónskáldsins Salieris. Hilmir Snær stendur í fyrsta sinn á stærsta sviði landsins í hlutverki sem rúmar allt verkið. Peter Shaffer er fæddur árið 1926 og óhætt er að fullyrða að leikritið um meðalmanninn Salieri og snillinginn Mozart sé toppurinn á skáldferli hans. Hann er gyðingur frá Liverpool og tók að birta leikverk um þrítugt. Five Finger Exersize (1958) var leikið hér af Ferðaleikhúsinu, Leikfélagið hefur komið á svið tveimur þekktari verka hans, Svartri kómedíu (1965) og Equus (1973). Shaffer hefur átt miklum vinsældum að fagna sem leikskáld. Fyrir utan verkin sem þegar hafa verið nefnd er Royal Hunt of the Sun (1964) þekkt og virt. Shaffer var á sinni tíð við nám í breskri leikritun. Hann var fjarri tilvistarkreppu absúrdismans og laus við verkalýðshyggju eldhússkólans. Hann fór sínar eigin leiðir. Hann var gjarn á að leiða saman guðlega köllun og jarðbundna menn og hvergi tókst honum betur til en í Amadeus. Verkið var nokkuð lengi í vinnslu. Simon Callow leikarinn góðkunni (Four Weddings and a Funeral) lýsti nýlega tilurð verksins en hann var ráðinn í að leika Mozart meðan það var enn í smíðum. Það valt milli borða valdamikilla leikstjóra í London og á endanum hreppti Peter Hall hnossið: Paul Scofield skóp Salieri og Callow Mozart – verkið var sýnt þúsund sinnum í London og New York. Sýning Hall vann öll tiltæk verðlaun beggja vegna Atlantshafsins. Salieri rekur fyrir okkur á gamals aldri hvernig hann kynntist rödd guðs í krakkanum og klámkjaftinum Mozart. Tónlistin hljómar því í gegnum allt verkið og upplýsir okkur áhorfendur um snilli undrabarnsins og um leið erum við leiksoppar leikskáldsins sem vefur okkur um fingur sér. Stefán Baldursson segir hér á síðunni að Shaffer hafi ekki sleppt höndum af verkinu, hafi endursamið það að hluta. Því geta þeir sem sáu og muna sviðsetningu Helga Skúlasonar glatt sig við nýja loga á sviðinu. Hinir sækja þangað nýja reynslu. Leikfélagsmenn tjalda miklu til: hér eru kallaðir til kraftar sem eru áhorfendum Borgarleikhússins nýir: Hilmir Snær, Víðir og Birgitta eiga öll frumraun á stóra sviðinu. Þá snúa Þórunn og Stefán aftur til Leikfélagsins sem eru tíðindi í sjálfu sér. Frumsýningargestir og þeir sem eftir fylgja eiga spennandi kvöldstund í vændum.
Menning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira