Liverpool yfirspilað á Old Trafford 23. október 2006 12:45 scoholes og garcia Paul Scholes átti mjög góðan leik fyrir United í gær og skoraði fyrra mark leiksins. Luis Garcia lék hins vegar langt undir getu. MYND/nordicphotos/getty Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“ Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira