Liverpool yfirspilað á Old Trafford 23. október 2006 12:45 scoholes og garcia Paul Scholes átti mjög góðan leik fyrir United í gær og skoraði fyrra mark leiksins. Luis Garcia lék hins vegar langt undir getu. MYND/nordicphotos/getty Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“ Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik Manchester United og Liverpool sem fram fór á Old Trafford í gær enda um að ræða eina stærstu viðureign tímabilsins. Stuðningsmenn Liverpool hafa þó orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með frammistöðu sinna manna því liðið lék hreint út sagt illa og tapaði verðskuldað 2-0. Sjálfstraustið skein af leikmönnum Manchester United í leiknum en með þessum sigri er liðið komið aftur í efsta sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Chelsea en betri markatölu. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hélt uppteknum hætti og breytti byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Sérstaklega vakti athygli að sóknarmaðurinn Peter Crouch var settur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark liðsins í Evrópuleik í síðustu viku. Dirk Kuyt var einn í fremstu víglínu og virkaði hann mjög einmana, hann fékk þó besta færi Liverpool í leiknum en skalli hans var ekki nógu góður og auðveldlega varinn. Skömmu eftir það færi komust heimamenn yfir. Paul Scholes var að spila sinn fimm hundraðasta leik í búningi United og hélt upp á það með því að skora á 39. mínútu eftir sendingu frá Ryan Giggs. Louis Saha var sprækur í leiknum og var óheppinn að ná ekki að auka forskot heimamanna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram að hafa undirtökin og skoraði annað mark verðskuldað á 66. mínútu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem skoraði sigurmarkið í viðureign þessara liða á Old Trafford í fyrra skoraði aftur gegn Liverpool en markið var sérlega fallegt. Manchester United var ekki að spila sinn besta leik en liðið átti samt sem áður ekki í erfiðleikum með Liverpool og munar nú ellefu stigum á liðunum. Áhorfendamet var sett á leiknum en 75.828 áhorfendur voru á Old Trafford. Fátt kom á óvart í uppstillingu United nema kannski það að Cristiano Ronaldo var á bekknum en Darren Fletcher byrjaði á hægri vængnum. „Liverpool spilaði varnarsinnað í leiknum og við áttum í erfiðleikum með að brjótast í gegn. Ég einbeiti mér að því að halda okkar marki hreinu en það er altlaf skemmtilegur bónus að ná að skora,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn. „Ég fagnaði markinu með því að hlaupa að stúkunni þar sem sonur minn sat. Þetta var í fyrsta sinn sem hann mætir á leik og vonandi kemur hann í hverri viku héðan í frá!“ sagði Ferdinand sem hrósaði einnig Paul Scholes. „Hann hefur verið frábær það sem af er þessu tímabili og undirstrikað það hversu sárt hans var saknað á því síðasta.“ Annað hljóð var í Benítez. „Þessi úrslit eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir okkur. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en þeir skoruðu fyrst og það gerði útslagið. Við vorum að keppa á móti frábæru liði og gekk erfiðlega að skapa okkur færi. Það er alveg ljóst að við þurfum að leggja harðar að okkur.“
Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti