Staða Björns 23. október 2006 07:00 Skilaboð Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á fundi í Valhöll á laugardaginn voru skýr. Forysta flokksins væri samstíga og aðförin að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra í tengslum við hlerunarmálið svokallaða væri ógeðfelld. Það læddist að honum sá grunur að óprúttnir aðilar stæðu þarna að baki vegna komandi prófkjörs. „Við látum það ekki viðgangast og allra síst gagnvart einhverjum traustasta þingmanni og ráðherra sem flokkurinn hefur haft í sínum röðum á seinni árum. Ég segi það fyrir mig að við látum það ekki gerast og ég vona að þið takið undir það með mér," sagði Geir. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði jafnframt að hann væri þakklátur Birni fyrir samstarf þeirra í varnarviðræðum milli Íslands og Bandaríkjanna. Það væri fjarstæða að gengið hefði verið framhjá honum eins og Össur Skarphéðinsson hefur haldið fram. „Okkar samstarf um þessi mál hefur verið óaðfinnanlegt og mjög traust." Þessi afdráttarlausa yfirlýsing Geirs H. Haarde ætti að þagga niður í samsærissmiðum sem hafa viljað láta líta út fyrir að Björn Bjarnason sé einangraður í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Hún er til marks um það að óeining í forystunni sé úr sögunni og formaðurinn stendur sterkari eftir. Hans hlutverk er að halda samstöðu meðal flokksmanna. Þá hörðu hríð sem hefur verið gerð að Birni Bjarnasyni má rekja til þess hversu fyrirferðarmikill hann er í stjórnmálaumræðunni. Það er því í sjálfu sér ekki neikvætt að sótt sé að honum. Hann setur fram raunverulegar hugmyndir sem hljóta umræðu meðal almennings og í fjölmiðlum. Það er meira en margur stjórnmálamaður getur sagt. Hins vegar er ástæða fyrir Björn að íhuga af hverju hann mætir þessari miklu andstöðu. Í þjóðarpúlsi Gallup nýlega var hann sagður óvinsælasti ráðherrann! Það er eitthvað í fari ráðherrans sem fólki líkar ekki við. Eða er fólk orðið það skyni skroppið að það áttar sig ekki á hvaða málefni skiptir það raunverulegu máli? Þeir sem fari með innantómt blaður í fjölmiðlum uppskeri frekar vinsældir. Í tíð sinni sem menntamálaráðherra beitti Björn sér fyrir byltingu í skólamálum. Íslendingar njóta nú framsýni hans í fjölbreyttara skólastarfi, sérstaklega á háskólastigi. Við erum betur í stakk búin til að mæta auknum kröfum um vel menntað starfsfólk til að leiða framsækið atvinnulíf. Hann vann traust skólafólks þrátt fyrir að sú stétt sé þekkt fyrir annað en að aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins. Björn þorir líka að taka pólitíska áhættu. Það sýndi sig í því að hann yfirgaf stól menntamálaráðherra til að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum 2002. Þær kosningar fóru illa enda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gríðarlega farsæl í starfi borgarstjóra. Þeir sem núa honum þessu nú um nasir ættu sjálfir að líta í eigin barm og spyrja hvort þeir hefðu tekið sömu pólitísku áhættu. Það var gert grín að Birni þegar hann fjallaði um nauðsyn þess að Íslendingar tækju meiri þátt í að tryggja öryggi þjóðarinnar. Eftir að hann varð dómsmálaráðherra hélt hann þessari umfjöllun áfram. Hann beitti sér fyrir nýskipan lögreglumála, Landhelgisgæslu Íslands og samhæfingu björgunaraðila á Íslandi. Sú framsýni gerði það að verkum að þegar varnarliðið hvarf óvænt af landi brott voru íslensk stjórnvöld mun betur í stakk búin til að takast á við öryggishlutverk sitt. Björn Bjarnason hefur sýnt að hann er fullfær um að verja sín verk sjálfur og tekur óhikað erfiða pólitíska slagi. Yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins sýnir að hann vill hafa slíkan mann í forystu flokksins í næstu alþingiskosningum. Hvort almennir flokksmenn séu því sammála kemur í ljós næstu helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Skilaboð Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á fundi í Valhöll á laugardaginn voru skýr. Forysta flokksins væri samstíga og aðförin að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra í tengslum við hlerunarmálið svokallaða væri ógeðfelld. Það læddist að honum sá grunur að óprúttnir aðilar stæðu þarna að baki vegna komandi prófkjörs. „Við látum það ekki viðgangast og allra síst gagnvart einhverjum traustasta þingmanni og ráðherra sem flokkurinn hefur haft í sínum röðum á seinni árum. Ég segi það fyrir mig að við látum það ekki gerast og ég vona að þið takið undir það með mér," sagði Geir. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði jafnframt að hann væri þakklátur Birni fyrir samstarf þeirra í varnarviðræðum milli Íslands og Bandaríkjanna. Það væri fjarstæða að gengið hefði verið framhjá honum eins og Össur Skarphéðinsson hefur haldið fram. „Okkar samstarf um þessi mál hefur verið óaðfinnanlegt og mjög traust." Þessi afdráttarlausa yfirlýsing Geirs H. Haarde ætti að þagga niður í samsærissmiðum sem hafa viljað láta líta út fyrir að Björn Bjarnason sé einangraður í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Hún er til marks um það að óeining í forystunni sé úr sögunni og formaðurinn stendur sterkari eftir. Hans hlutverk er að halda samstöðu meðal flokksmanna. Þá hörðu hríð sem hefur verið gerð að Birni Bjarnasyni má rekja til þess hversu fyrirferðarmikill hann er í stjórnmálaumræðunni. Það er því í sjálfu sér ekki neikvætt að sótt sé að honum. Hann setur fram raunverulegar hugmyndir sem hljóta umræðu meðal almennings og í fjölmiðlum. Það er meira en margur stjórnmálamaður getur sagt. Hins vegar er ástæða fyrir Björn að íhuga af hverju hann mætir þessari miklu andstöðu. Í þjóðarpúlsi Gallup nýlega var hann sagður óvinsælasti ráðherrann! Það er eitthvað í fari ráðherrans sem fólki líkar ekki við. Eða er fólk orðið það skyni skroppið að það áttar sig ekki á hvaða málefni skiptir það raunverulegu máli? Þeir sem fari með innantómt blaður í fjölmiðlum uppskeri frekar vinsældir. Í tíð sinni sem menntamálaráðherra beitti Björn sér fyrir byltingu í skólamálum. Íslendingar njóta nú framsýni hans í fjölbreyttara skólastarfi, sérstaklega á háskólastigi. Við erum betur í stakk búin til að mæta auknum kröfum um vel menntað starfsfólk til að leiða framsækið atvinnulíf. Hann vann traust skólafólks þrátt fyrir að sú stétt sé þekkt fyrir annað en að aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins. Björn þorir líka að taka pólitíska áhættu. Það sýndi sig í því að hann yfirgaf stól menntamálaráðherra til að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum 2002. Þær kosningar fóru illa enda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gríðarlega farsæl í starfi borgarstjóra. Þeir sem núa honum þessu nú um nasir ættu sjálfir að líta í eigin barm og spyrja hvort þeir hefðu tekið sömu pólitísku áhættu. Það var gert grín að Birni þegar hann fjallaði um nauðsyn þess að Íslendingar tækju meiri þátt í að tryggja öryggi þjóðarinnar. Eftir að hann varð dómsmálaráðherra hélt hann þessari umfjöllun áfram. Hann beitti sér fyrir nýskipan lögreglumála, Landhelgisgæslu Íslands og samhæfingu björgunaraðila á Íslandi. Sú framsýni gerði það að verkum að þegar varnarliðið hvarf óvænt af landi brott voru íslensk stjórnvöld mun betur í stakk búin til að takast á við öryggishlutverk sitt. Björn Bjarnason hefur sýnt að hann er fullfær um að verja sín verk sjálfur og tekur óhikað erfiða pólitíska slagi. Yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins sýnir að hann vill hafa slíkan mann í forystu flokksins í næstu alþingiskosningum. Hvort almennir flokksmenn séu því sammála kemur í ljós næstu helgi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun