Þægilegt og áreynslulaust 31. október 2006 08:00 Bela - Hole and Corner Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira