Erlent

Fara utan til að læra til læknis

Svíar sækja í auknum mæli út fyrir landsteinana til að læra læknisfræði þar sem sænska menntakerfið nær ekki að anna eftirspurninni og það þrátt fyrir að gert séð ráð fyrir stöðugt fleiri nemendum. Ákveðið hefur verið að tæplega 1.500 hefji nám í læknisfræði í Svíþjóð haustið 2007 eða um 60 fleiri en hófu nám í ár.

Sænsku læknanemarnir hafa einkum sótt til Danmerkur en eru þó orðnir óvinsælir þar því þeir hafa tekið pláss frá Dönum. Þeir fara því í auknum mæli til náms í Póllandi. Samtals nema nú tæplega 1.500 Svíar læknisfræði erlendis en þeir voru tæplega 250 fyrir tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×