Stjörnublaðamaður í straff vegna sambands við Kennedy Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 23:23 Olivia Nuzzi (t.v.) segist hafa myndað persónulegt samband við viðmælanda sinn, Bandarískir fjölmiðlar segja að viðmælandi hafi verið Robert F. Kennedy yngri (t.h.). Vísir Bandaríska tímaritið New York hefur sent aðalfréttaritara sinn í Washington-borg í leyfi eftir að í ljós kom að hún átti í sambandi við Robert F. Kennedy yngri, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Blaðakonan skrifaði meðal annars um Kennedy. Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira