Alveg bannað að svindla 31. október 2006 00:00 Freyja með bikarinn Ásamt Jóhanni Pétri Hilmarssyni sem sigraði í karlaflokki. Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn. Innlendar Innlent Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn.
Innlendar Innlent Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira