Brjálæðingurinn Borat 2. nóvember 2006 13:30 Þessi kolgeðveiki blaðamaður hefur kitlað hláturtaugar heimsbyggðarinnar með heimskulegum og groddaralegum húmor. Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan verður frumsýnd á morgun en þessi fréttamaður frá Kasakstan hefur gert allt brjálað með súrum húmor sem virðist eiga uppá pallborðið víða. Mikið hefur verið skrifað um þessa persónu breska grínistans Sasha Baron Cohen sem birtist fyrst í þætti hjá annarri persónu Cohen, Ali-G. Borat gerir í því að ögra viðmælendum sínum með heimskulegum athugasemdum um málefni sem alla jafna eru eldfimm og viðkvæm. Borat er því kannski fyrst og fremst öfgafull gagnrýni á pólitíska rétthugsun.Á skrautlega fjölskylduÁ wikipediu.org er að finna fróðlega upplýsingar um Borat, persónu sem ekki einu sinni er til í raunveruleikanum. Þar er hann sagður hafa fæðst í árið 1972 í smáborginni Kuzcek og hefur Borat margoft lýst því yfir að hann sé "einn af sjö frægustu mönnum Kasakstan". Borat er samkvæmt heimasíðu kappans sonur nauðgarans Boltok og er systir hans Natalya vændiskona í heimalandinu. Borat stærir sig oft af því í viðtölum að systir hans hafi verið kosin fjórða besta vændiskona landsins og sú sjötta besta í munnmökum. Bilo, bróðir Borat, er ekki síður skrautlegur en samkvæmt wikipediu er hann ekki heill á geði. "Við opnuðum því hausinn á honum og létum fisk éta hina illu anda en það endaði með ósköpum og nú er Bilo þrosakheftur," sagði Borat við fjölmiðla.Stjórnvöld í Kasakstan hafa horn í síðu þessa blaðasnáps, hótað honum lögsókn og keypt auglýsingu í New York Times þar sem þeir áréttuðu að allt sem kæmi fram í myndinni um Kasakstan væri uppspuni frá rótum. Þegar forseti landsins Nursultan Nazarbayev heimsótti Bandaríkin var kvikmynd Borat á góma en viti menn, Borat sjálfur mætti og bauð hinum "virðulega stríðsherra George Bush" í bíó ásamt Mel Gibson og O.J Simpson. Þeir sem hafa séð myndina segja lýsingar Borat á heimalandi sínu vera svo fjarri lagi að þær séu ef til vill gagnrýni á viðhorf hins vestræna heims á öðrum heimshlutum. Kannski að þetta sé líka bara gott grín.Sögulegir tökudagarSögurnar af tökunum á myndinni eru ansi skrautlegar en Sasha Baron fór aldrei úr karakter á meðan þeim stóð. Kvikmyndatökuliðið var meðal annars handtekið alls fimmtíu sinnum en Baron hætti aldrei að vera Borat. Allir þeir sem koma fyrir í myndinni töldu nokkuð öruggt að andlit þeirra myndu aldrei sjást á hvíta tjaldinu en skjalið sem viðmælendurnir skrifuðu undir var svo flókið og langt að engin nennti að lesa það til enda auk þess sem tökuliðið lét allan tímann eins og það væri frá Kasakstan. Flestir héldu því að myndefnið yrði eingöngu sýnt þar í landi.Borat birtist hins vegar ekki aftur þegar öllu fárinu er lokið, stjórnvöldum í Kasakstan vafalítið til ómældrar gleði, því Sasha Baron Cohen hefur gert þriggja milljarða krónu samning við Universal kvikmyndaverið um dreifingu á sinni nýjustu mynd sem fjallar um samkynhneigðu tískulögguna Bruno. Persóna sem vafalítið á eftir að vekja engu síðra umtal en sjálfur Borat. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan verður frumsýnd á morgun en þessi fréttamaður frá Kasakstan hefur gert allt brjálað með súrum húmor sem virðist eiga uppá pallborðið víða. Mikið hefur verið skrifað um þessa persónu breska grínistans Sasha Baron Cohen sem birtist fyrst í þætti hjá annarri persónu Cohen, Ali-G. Borat gerir í því að ögra viðmælendum sínum með heimskulegum athugasemdum um málefni sem alla jafna eru eldfimm og viðkvæm. Borat er því kannski fyrst og fremst öfgafull gagnrýni á pólitíska rétthugsun.Á skrautlega fjölskylduÁ wikipediu.org er að finna fróðlega upplýsingar um Borat, persónu sem ekki einu sinni er til í raunveruleikanum. Þar er hann sagður hafa fæðst í árið 1972 í smáborginni Kuzcek og hefur Borat margoft lýst því yfir að hann sé "einn af sjö frægustu mönnum Kasakstan". Borat er samkvæmt heimasíðu kappans sonur nauðgarans Boltok og er systir hans Natalya vændiskona í heimalandinu. Borat stærir sig oft af því í viðtölum að systir hans hafi verið kosin fjórða besta vændiskona landsins og sú sjötta besta í munnmökum. Bilo, bróðir Borat, er ekki síður skrautlegur en samkvæmt wikipediu er hann ekki heill á geði. "Við opnuðum því hausinn á honum og létum fisk éta hina illu anda en það endaði með ósköpum og nú er Bilo þrosakheftur," sagði Borat við fjölmiðla.Stjórnvöld í Kasakstan hafa horn í síðu þessa blaðasnáps, hótað honum lögsókn og keypt auglýsingu í New York Times þar sem þeir áréttuðu að allt sem kæmi fram í myndinni um Kasakstan væri uppspuni frá rótum. Þegar forseti landsins Nursultan Nazarbayev heimsótti Bandaríkin var kvikmynd Borat á góma en viti menn, Borat sjálfur mætti og bauð hinum "virðulega stríðsherra George Bush" í bíó ásamt Mel Gibson og O.J Simpson. Þeir sem hafa séð myndina segja lýsingar Borat á heimalandi sínu vera svo fjarri lagi að þær séu ef til vill gagnrýni á viðhorf hins vestræna heims á öðrum heimshlutum. Kannski að þetta sé líka bara gott grín.Sögulegir tökudagarSögurnar af tökunum á myndinni eru ansi skrautlegar en Sasha Baron fór aldrei úr karakter á meðan þeim stóð. Kvikmyndatökuliðið var meðal annars handtekið alls fimmtíu sinnum en Baron hætti aldrei að vera Borat. Allir þeir sem koma fyrir í myndinni töldu nokkuð öruggt að andlit þeirra myndu aldrei sjást á hvíta tjaldinu en skjalið sem viðmælendurnir skrifuðu undir var svo flókið og langt að engin nennti að lesa það til enda auk þess sem tökuliðið lét allan tímann eins og það væri frá Kasakstan. Flestir héldu því að myndefnið yrði eingöngu sýnt þar í landi.Borat birtist hins vegar ekki aftur þegar öllu fárinu er lokið, stjórnvöldum í Kasakstan vafalítið til ómældrar gleði, því Sasha Baron Cohen hefur gert þriggja milljarða krónu samning við Universal kvikmyndaverið um dreifingu á sinni nýjustu mynd sem fjallar um samkynhneigðu tískulögguna Bruno. Persóna sem vafalítið á eftir að vekja engu síðra umtal en sjálfur Borat.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira