Um álfuna ríkir óvissa ein 2. nóvember 2006 09:30 Verk af sýningunni Nate Lowman: Wish You Were Here, frá 2005. Blekprent, birt með leyfi listamannsins og Astrup Fearnley-safnsins í Osló. Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Sýningin er stór fjölþjóðleg samsetning: það eru Gunnar Kvaran, fornvinur íslenskra listunnenda, Hans Ulrich Obrist, sem tekinn er að venja komur sínar hingað af ýmsum tilefnum, og Daniel Birmbaum, sem eru sýningarstjórar. Hefur sýningin þegar komið upp í Osló, London og New York og er ferð hennar um heiminn ekki lokið enn. Átök stórveldanna í myndlistinni standa yfir; álfurnar takast á. Hið forna vígi samtímalistanna, gamla Evrópa, hefur mátt þola margar innrásir Bandaríkjamanna á síðustu hundrað árum og um þessar mundir sækir Asía á. Raunar spá margir því að tími Asíu í heimslistinni sé að rísa upp og þar eru Kínverjar að verða æ fyrirferðarmeiri. Samt hafa Bandaríkjamenn tekið sér pláss í listalífi Reykjavíkur síðustu daga. Í Kling og Bang hefur hópur bandarískra listamanna hreiðrað um sig. Og í vikulok verður sýningin Uncertain States of America opnuð. Sömu helgi er að ljúka í London stórsýning Saatchi á bandarískum nútímaverkum: USA Today. Sýningin í Listasafninu er með ferskari svip. Sýningarstjórarnir hafa á ferðum sínum um Bandaríkin safnað sér upplýsingum um yfir þúsund listamenn og þaðan er úrvalið dregið: 42 aðilar og allir fæddir eftir 1970. Er mögulegt að greina straum í list ungra myndlistarmanna frá nýja heiminum? Þar hefur krafan svo lengi sem elstu menn muna verið „Make It New“. Glæsileg sýningarskrá leiðir í ljós að hér fer mörgum sögum fram, sumar eru í lausu bandi, kjalarlausar og óbundnar, sumar jafnvel ekki sögur heldur hugarástand, staður, stund, afdrep jafnvel. Það verður gestum Listasafnsins hollt að minnast hvað rammar inn sýninguna: árásin 11. september og nú yfirvofandi kosningar, þar í milli innrásir og náttúruhamfarir. Gestir sem hafa farið um Ameríku gera sér ljósan kraftinn í sköpun listamanna þar, líka hefðarveldið sem ræður og almennan smekkinn. Þar ganga menn á vegg auðs og fátæktar, menntunar og þekkingarskorts. Þar æpa andstæður. Breski rithöfundurinn Zadie Smith lýsti því svo í textasafninu Burned Children of America að djúpt í amerískri vitund ríkti sorg um þessar mundir: „Bakvið fagmannlegt brosið er svo djúp sorg í menningunni að bragðið af henni finnst af seríosinu á morgnana.“ Tækifærið sem sýningarstjórarnir og safnið gefur listunnendum til að kanna með eigin skynjun bandaríska list er einstakt. Sýningin verður opnuð á laugardag og varir til 27. janúar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Sýningin er stór fjölþjóðleg samsetning: það eru Gunnar Kvaran, fornvinur íslenskra listunnenda, Hans Ulrich Obrist, sem tekinn er að venja komur sínar hingað af ýmsum tilefnum, og Daniel Birmbaum, sem eru sýningarstjórar. Hefur sýningin þegar komið upp í Osló, London og New York og er ferð hennar um heiminn ekki lokið enn. Átök stórveldanna í myndlistinni standa yfir; álfurnar takast á. Hið forna vígi samtímalistanna, gamla Evrópa, hefur mátt þola margar innrásir Bandaríkjamanna á síðustu hundrað árum og um þessar mundir sækir Asía á. Raunar spá margir því að tími Asíu í heimslistinni sé að rísa upp og þar eru Kínverjar að verða æ fyrirferðarmeiri. Samt hafa Bandaríkjamenn tekið sér pláss í listalífi Reykjavíkur síðustu daga. Í Kling og Bang hefur hópur bandarískra listamanna hreiðrað um sig. Og í vikulok verður sýningin Uncertain States of America opnuð. Sömu helgi er að ljúka í London stórsýning Saatchi á bandarískum nútímaverkum: USA Today. Sýningin í Listasafninu er með ferskari svip. Sýningarstjórarnir hafa á ferðum sínum um Bandaríkin safnað sér upplýsingum um yfir þúsund listamenn og þaðan er úrvalið dregið: 42 aðilar og allir fæddir eftir 1970. Er mögulegt að greina straum í list ungra myndlistarmanna frá nýja heiminum? Þar hefur krafan svo lengi sem elstu menn muna verið „Make It New“. Glæsileg sýningarskrá leiðir í ljós að hér fer mörgum sögum fram, sumar eru í lausu bandi, kjalarlausar og óbundnar, sumar jafnvel ekki sögur heldur hugarástand, staður, stund, afdrep jafnvel. Það verður gestum Listasafnsins hollt að minnast hvað rammar inn sýninguna: árásin 11. september og nú yfirvofandi kosningar, þar í milli innrásir og náttúruhamfarir. Gestir sem hafa farið um Ameríku gera sér ljósan kraftinn í sköpun listamanna þar, líka hefðarveldið sem ræður og almennan smekkinn. Þar ganga menn á vegg auðs og fátæktar, menntunar og þekkingarskorts. Þar æpa andstæður. Breski rithöfundurinn Zadie Smith lýsti því svo í textasafninu Burned Children of America að djúpt í amerískri vitund ríkti sorg um þessar mundir: „Bakvið fagmannlegt brosið er svo djúp sorg í menningunni að bragðið af henni finnst af seríosinu á morgnana.“ Tækifærið sem sýningarstjórarnir og safnið gefur listunnendum til að kanna með eigin skynjun bandaríska list er einstakt. Sýningin verður opnuð á laugardag og varir til 27. janúar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið