Björk í efsta sæti 4. nóvember 2006 18:00 Björk Guðmundsdóttir er mikils metin hjá heimasíðunni Drowned in Sound. MYND/Heiða Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations. Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations.
Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira