Lét hjartað ráða förinni 4. nóvember 2006 13:00 Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. „Ég fór í gegnum heilmikið ferli þegar ég var að vinna hana. Hún er einlæg og allt þetta sem ég hef bara ekki gert áður, ég er að átta mig á því núna,“ segir Friðrik Ómar. „Ég hef ekki sungið af einlægni fyrr. Ég er aðeins eldri og reyndari á öllum sviðum lífsins og er meira ég sjálfur.“ Áður hefur Friðrik sungið inn á plötuna „Ég skemmti mér“ ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem seldist í átta þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Einnig vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína í undankeppni Evróvisjón á síðasta ári.Önnur lög voru betriFriðrik á tvö lög og fjóra texta á plötunni. Meðal þeirra sem eiga hin lögin eru Jóhann Helgason, Hallgrímur Óskarsson, Stevie Wonder og Van Morrison. „Ég ákvað það þegar ég fór af stað að ég vildi ekki fylla plötuna með lögum eftir mig ef þau voru ekki nógu góð. Mér fannst önnur lög einfaldlega betri og hin bíða bara betri tíma.“ Miði í náttborðsskúffunniFriðrik Ómar blandar á faglegan hátt saman hugljúfum ástarballöðum og léttum popplögum á plötunni. „Ég fór í náttborðsskúffuna mína um daginn og fann miða þar sem ég setti mér markmið fyrir 2006. Ég ætlaði að gera plötu með hjartanu og gerði það. Ég lagði upp með að hún væri góð heild og tók til dæmis út lag daginn sem platan fór í framleiðslu.“ Björgvin fyrirmyndAðspurður segir Friðrik að helstu áhrifavaldar hans í tónlist séu íslenskir. Nefnir hann Björgvin Halldórsson til sögunnar. „Hann er dæmi um mann sem er í bransanum lengi og gerir fullt af spennandi hlutum. Það er kalt á toppnum en hann hefur haldið sér þar. Hann er mín fyrirmynd hvað það snertir,“ segir Friðrik, sem hefur unnið með Björgvini á Broadway og þegar Bo söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Friðrik Ómar mun árita nýju plötuna í Smáralind og Kringlunni um helgina. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir á Nasa hinn 22. nóvember.freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Annan dag. Hann viðurkennir að gamall draumur hafi ræst með útgáfu plötunnar. „Ég fór í gegnum heilmikið ferli þegar ég var að vinna hana. Hún er einlæg og allt þetta sem ég hef bara ekki gert áður, ég er að átta mig á því núna,“ segir Friðrik Ómar. „Ég hef ekki sungið af einlægni fyrr. Ég er aðeins eldri og reyndari á öllum sviðum lífsins og er meira ég sjálfur.“ Áður hefur Friðrik sungið inn á plötuna „Ég skemmti mér“ ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur, sem seldist í átta þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Einnig vakti hann mikla athygli fyrir frammistöðu sína í undankeppni Evróvisjón á síðasta ári.Önnur lög voru betriFriðrik á tvö lög og fjóra texta á plötunni. Meðal þeirra sem eiga hin lögin eru Jóhann Helgason, Hallgrímur Óskarsson, Stevie Wonder og Van Morrison. „Ég ákvað það þegar ég fór af stað að ég vildi ekki fylla plötuna með lögum eftir mig ef þau voru ekki nógu góð. Mér fannst önnur lög einfaldlega betri og hin bíða bara betri tíma.“ Miði í náttborðsskúffunniFriðrik Ómar blandar á faglegan hátt saman hugljúfum ástarballöðum og léttum popplögum á plötunni. „Ég fór í náttborðsskúffuna mína um daginn og fann miða þar sem ég setti mér markmið fyrir 2006. Ég ætlaði að gera plötu með hjartanu og gerði það. Ég lagði upp með að hún væri góð heild og tók til dæmis út lag daginn sem platan fór í framleiðslu.“ Björgvin fyrirmyndAðspurður segir Friðrik að helstu áhrifavaldar hans í tónlist séu íslenskir. Nefnir hann Björgvin Halldórsson til sögunnar. „Hann er dæmi um mann sem er í bransanum lengi og gerir fullt af spennandi hlutum. Það er kalt á toppnum en hann hefur haldið sér þar. Hann er mín fyrirmynd hvað það snertir,“ segir Friðrik, sem hefur unnið með Björgvini á Broadway og þegar Bo söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Friðrik Ómar mun árita nýju plötuna í Smáralind og Kringlunni um helgina. Útgáfutónleikar verða síðan haldnir á Nasa hinn 22. nóvember.freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira