Heitt og erótískt en ekki klám 5. nóvember 2006 12:00 Birgir Örn Steinarsson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Id. Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital. Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital.
Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira