Einlægi Írinn gefur út 9 6. nóvember 2006 16:30 Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Damien Rice sló rækilega í gegn með frumraun sinni, O. Þar heilluðust menn af einlægni þessa smávaxna Íra og fallegum lagasmíðunum þar sem angurværðin var í fyrirrúmi. Lög af plötunni hljómuðu í kjölfarið ótt og títt bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, þar á meðal Closer, auk þess sem útvarpsstöðvar voru duglegar við að spila Damien Rice. Ári síðar gaf hann síðan út plötuna B-sides sem hafði að geyma sjö lög sem ekki höfðu verið gefin út í Bandaríkunum áður. Fékk sú plata einnig mjög góðar viðtökur.Þrisvar á ÍslandiBiðin eftir nýju plötunni hefur því verið erfið á meðal aðdáenda hans. Hér á landi minnast menn vafalítið tvennra eftirminnilegra tónleika sem hann hélt á Nasa fyrir tveimur árum. Hreifst hann svo mjög af landi og þjóð er hann var staddur hér vegna fyrri tónleikanna að hann bað sérstaklega um að fá að halda hér aðra tónleika. Einnig spilaði hann á náttúruverndartónleikunum í Laugardalshöllinni í byrjun ársins ásamt fleiri listamönnum. Flutti til ÍtalíuDamien Rice, sem verður 36 ára í desember, eyddi æskuárum sínum í smábænum Cebridge á Írlandi. Málaði hann málverk og samdi lög og á endanum stofnaði hann hljómsveitina Juniper. Gerði sveitin samning við útgáfufyrirtækið Polygram árið 1997 og átti tvo ágætlega vinsæl lög í írska útvarpinu. Þegar vandræði komu upp í kringum upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar tók Rice pokann sinn og flutti til Ítalíu árið 1999. Þar, og víðar um Evrópu, flakkaði hann um með gítarinn sinn og söng fyrir gesti og gangandi.Innan við ári síðar fluttist hann heim til Írlands og tók upp plötuna O eftir að hafa fengið hjálp frá vini sínum David Arnold, sem hafði góð sambönd innan tónlistargeirans. Líkaði honum vel við tónlist Rice og ákvað að gefa honum tækifæri.Stjarna fæddFyrsta smáskífulagið, The Blower"s Daughter, fór beint á topp 20 haustið 2001 og ljóst var að ný stjarna var fædd. Platan kom út 2002 og var mjög vel tekið og fékk Rice Shortlist-tónlistarverðlaunin árið eftir. Honum til aðstoðar á plötunni var m.a. söngkonan Lisa Hannigan sem kom fram á seinni tónleikunum á Nasa og sellóleikarinn Vyvienne Long. Voru þær honum og til halds og trausts á nýju plötunni, enda nauðsynleg viðbót við fallega tóna Rice. Til stuðnings Suu KyiRice hefur einnig látið sig mannréttindi og umhverfismál varða, eins og náttúruverndartónleikarnir í Höllinni bera vott um. Hefur hann m.a. studd dyggilega við lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi frá Mjanmar sem hefur verið í stofufangelsi þar í landi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Rice gaf út lagið Unplayed Piano í fyrra og rann allur ágóðinn af sölu þess til baráttunnar fyrir frelsi Suu Kyi. Smáskífulagið 9 CrimesFyrsta smáskífulag 9 heitir 9 Crimes. Á plötunni eru tíu lög og er hvert öðru betra. Er ljóst að Rice hefur tekist að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar með annarri gæðaplötu, þar sem rólegheitin og innlifunin eru sem fyrr í fyrirrúmi.Til að fylgja plötunni eftir mun Rice fara í tónleikaferð um Bandaríkin í nóvember og desember. Hann mun jafnframt spila í kvöldþætti Jays Leno 9. nóvember, í þætti Jools Holland kvöldið eftir og hinn 17. verður hann í þætti Conans O'Brien. Eftir áramót má búast við umfangsmikilli tónleikaferð um Evrópu. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns. Damien Rice sló rækilega í gegn með frumraun sinni, O. Þar heilluðust menn af einlægni þessa smávaxna Íra og fallegum lagasmíðunum þar sem angurværðin var í fyrirrúmi. Lög af plötunni hljómuðu í kjölfarið ótt og títt bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, þar á meðal Closer, auk þess sem útvarpsstöðvar voru duglegar við að spila Damien Rice. Ári síðar gaf hann síðan út plötuna B-sides sem hafði að geyma sjö lög sem ekki höfðu verið gefin út í Bandaríkunum áður. Fékk sú plata einnig mjög góðar viðtökur.Þrisvar á ÍslandiBiðin eftir nýju plötunni hefur því verið erfið á meðal aðdáenda hans. Hér á landi minnast menn vafalítið tvennra eftirminnilegra tónleika sem hann hélt á Nasa fyrir tveimur árum. Hreifst hann svo mjög af landi og þjóð er hann var staddur hér vegna fyrri tónleikanna að hann bað sérstaklega um að fá að halda hér aðra tónleika. Einnig spilaði hann á náttúruverndartónleikunum í Laugardalshöllinni í byrjun ársins ásamt fleiri listamönnum. Flutti til ÍtalíuDamien Rice, sem verður 36 ára í desember, eyddi æskuárum sínum í smábænum Cebridge á Írlandi. Málaði hann málverk og samdi lög og á endanum stofnaði hann hljómsveitina Juniper. Gerði sveitin samning við útgáfufyrirtækið Polygram árið 1997 og átti tvo ágætlega vinsæl lög í írska útvarpinu. Þegar vandræði komu upp í kringum upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar tók Rice pokann sinn og flutti til Ítalíu árið 1999. Þar, og víðar um Evrópu, flakkaði hann um með gítarinn sinn og söng fyrir gesti og gangandi.Innan við ári síðar fluttist hann heim til Írlands og tók upp plötuna O eftir að hafa fengið hjálp frá vini sínum David Arnold, sem hafði góð sambönd innan tónlistargeirans. Líkaði honum vel við tónlist Rice og ákvað að gefa honum tækifæri.Stjarna fæddFyrsta smáskífulagið, The Blower"s Daughter, fór beint á topp 20 haustið 2001 og ljóst var að ný stjarna var fædd. Platan kom út 2002 og var mjög vel tekið og fékk Rice Shortlist-tónlistarverðlaunin árið eftir. Honum til aðstoðar á plötunni var m.a. söngkonan Lisa Hannigan sem kom fram á seinni tónleikunum á Nasa og sellóleikarinn Vyvienne Long. Voru þær honum og til halds og trausts á nýju plötunni, enda nauðsynleg viðbót við fallega tóna Rice. Til stuðnings Suu KyiRice hefur einnig látið sig mannréttindi og umhverfismál varða, eins og náttúruverndartónleikarnir í Höllinni bera vott um. Hefur hann m.a. studd dyggilega við lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi frá Mjanmar sem hefur verið í stofufangelsi þar í landi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Rice gaf út lagið Unplayed Piano í fyrra og rann allur ágóðinn af sölu þess til baráttunnar fyrir frelsi Suu Kyi. Smáskífulagið 9 CrimesFyrsta smáskífulag 9 heitir 9 Crimes. Á plötunni eru tíu lög og er hvert öðru betra. Er ljóst að Rice hefur tekist að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar með annarri gæðaplötu, þar sem rólegheitin og innlifunin eru sem fyrr í fyrirrúmi.Til að fylgja plötunni eftir mun Rice fara í tónleikaferð um Bandaríkin í nóvember og desember. Hann mun jafnframt spila í kvöldþætti Jays Leno 9. nóvember, í þætti Jools Holland kvöldið eftir og hinn 17. verður hann í þætti Conans O'Brien. Eftir áramót má búast við umfangsmikilli tónleikaferð um Evrópu.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira