Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn 7. nóvember 2006 08:15 Formaðurinn og framkvæmdastjórinn Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson kynna ársskýrslu KSÍ. Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira