Vatnaskil fyrir vestan 9. nóvember 2006 00:01 Repúblikanar hafa ráðið lögum og lofum í Bandaríkjunum síðan 1994, þegar þeir náðu meiri hluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Demókratinn Bill Clinton hafði þá verið forseti í tvö ár, og repúblikanar snerust gegn honum og málstað hans af mikilli hörku og reyndu án árangurs að bola honum frá völdum fyrir það eitt að segja ósatt um einkamál. Atlagan kom ýmsum á óvart, því að Clinton átti ýmislegt sammerkt með repúblikönum; hann er til dæmis hlynntur dauðarefsingu. Aðförin að Clinton var að því er virðist öðrum þræði hefnd fyrir ófarir Nixons forseta, en hann hafði neyðzt til að segja af sér embætti 1974, því að ella hefði þingið vikið honum úr embætti fyrir alvarleg afbrot. Nixon varð uppvís að því að hafa lagt á ráðin um innbrot til að komast yfir skjöl og koma fyrir hlerunarbúnaði (!) í skrifstofum demókrata í Watergate-byggingunni í Washington og hylma yfir með innbrotsþjófunum og hindra framgang réttvísinnar. Barry Goldwater, virtur öldungadeildarþingmaður repúblikana um langt árabil og forsetaframbjóðandi þeirra 1964, lýsti Nixon flokksbróður sínum sem óforbetranlegum lygara. Munurinn á atlögunum gegn Nixon og Clinton er sá, að helztu leiðtogar repúblikana á þingi stóðu með demókrötum að uppreisninni gegn Nixon, en repúblikanar réðust gegn Clinton upp á sitt eindæmi af annarlegum ástæðum og í andstöðu við alla demókrata á þingi. Leiðslurnar eru stundum langar í stjórnmálum. Kveikjan að veldi repúblikana á Bandaríkjaþingi síðan 1994 er líklega breytingin, sem varð á landslagi stjórnmálanna í suðurríkjunum, þegar aðskilnaðarstefnunni þar var hrundið í forsetatíð demókratans Lyndons B. Johnson þrjátíu árum áður með lýðréttindalögunum 1964. Þessi lög tóku fyrir mismunun eftir kynþætti, þjóðerni og kynferði og tryggðu blökkumönnum sama rétt og hvítum fyrir lögum. Nú var ekki lengur hægt að meina svertingjum aðgang að skólum, strætisvögnum eða veitingahúsum svo sem tíðkazt hafði um suðurríkin allar götur fram að því, jafnvel í höfuðborginni Washington. Hundrað árum áður hafði repúblikaninn Abraham Lincoln sem forseti beitt sér fyrir afnámi þrælahalds gegn vilja demókrata í suðurríkjunum og haft sigur 1865, svo að blökkumenn þar suður frá og annars staðar um landið tortryggðu demókrata lengi eftir það. Með lýðréttindalögunum 1964 snerist dæmið við. Langflestir blökkumenn hafa æ síðan stutt demókrata í kosningum, og gamlir fordómar gegn blökkufólki, og þeir eru lífseigir í suðurríkjunum, færðust yfir í raðir repúblikana. Arthur Miller, leikskáldið, lýsti þessu vel fyrir nokkrum árum, þegar hann sagðist enga rökræna skýringu geta fundið á hyldjúpri andúð margra repúblikana á Clinton forseta aðra en þá, að Clinton væri í reyndinni fyrsti blökkuforseti Bandaríkjanna. Við þessa landslagsbreytingu bættist það, að ýmsir guðsmenn tóku að hasla sér völl á stjórnmálavettvangi og skipuðu sér margir í raðir repúblikana. Markmiðið var að laða trúaða kjósendur, sem ella hefðu setið hjá, til fylgis við repúblikana í guðs nafni með því að lofa færri fóstureyðingum og þess háttar. Repúblikanar hafa þó ekki gert neitt til að fækka fóstureyðingum, enda hefur fjöldi fóstureyðinga staðið í stað miðað við fólksfjölda síðan 1994, heldur hafa þeir aðallega notað stuðning grunlausra kjósenda til að létta skattbyrði auðmanna og ráðast inn í Írak á upplognum forsendum. Thomas Frank lýsir þessu vel í bók sinni What’s the Matter with Kansas? How Conservatives Won the Heart of America (2004). Að því hlaut að koma, að kjósendur sæju í gegn um blekkingarnar. Og nú er ballinu að ljúka. Demókratar hafa nú aftur náð meiri hluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og trúlega einnig í öldungadeildinni, og þeir geta því sett Bush forseta stólinn fyrir dyrnar þau tvö ár, sem eftir eru af kjörtímabili hans. Demókratar geta þá beitt þingstyrk sínum til að láta rannsaka meint misferli ríkisstjórnar Bush í Íraksstríðinu og annars staðar. Bandarísk lög leyfa þinginu að rannsaka mál sem þetta og búa málsgögn í hendur ákæruvaldinu. Án þessarar löggjafar hefði líklega ekki verið hægt að koma lögum yfir Nixon forseta á sínum tíma. Alþingi þyrfti að setja Íslandi sams konar lög, svo að hægt sé að komast til botns í mikilvægum álitamálum hér heima, til dæmis um meintar ólöglegar hleranir. Leyndin verður að víkja. Saga Íslands verður að vera rétt skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Repúblikanar hafa ráðið lögum og lofum í Bandaríkjunum síðan 1994, þegar þeir náðu meiri hluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Demókratinn Bill Clinton hafði þá verið forseti í tvö ár, og repúblikanar snerust gegn honum og málstað hans af mikilli hörku og reyndu án árangurs að bola honum frá völdum fyrir það eitt að segja ósatt um einkamál. Atlagan kom ýmsum á óvart, því að Clinton átti ýmislegt sammerkt með repúblikönum; hann er til dæmis hlynntur dauðarefsingu. Aðförin að Clinton var að því er virðist öðrum þræði hefnd fyrir ófarir Nixons forseta, en hann hafði neyðzt til að segja af sér embætti 1974, því að ella hefði þingið vikið honum úr embætti fyrir alvarleg afbrot. Nixon varð uppvís að því að hafa lagt á ráðin um innbrot til að komast yfir skjöl og koma fyrir hlerunarbúnaði (!) í skrifstofum demókrata í Watergate-byggingunni í Washington og hylma yfir með innbrotsþjófunum og hindra framgang réttvísinnar. Barry Goldwater, virtur öldungadeildarþingmaður repúblikana um langt árabil og forsetaframbjóðandi þeirra 1964, lýsti Nixon flokksbróður sínum sem óforbetranlegum lygara. Munurinn á atlögunum gegn Nixon og Clinton er sá, að helztu leiðtogar repúblikana á þingi stóðu með demókrötum að uppreisninni gegn Nixon, en repúblikanar réðust gegn Clinton upp á sitt eindæmi af annarlegum ástæðum og í andstöðu við alla demókrata á þingi. Leiðslurnar eru stundum langar í stjórnmálum. Kveikjan að veldi repúblikana á Bandaríkjaþingi síðan 1994 er líklega breytingin, sem varð á landslagi stjórnmálanna í suðurríkjunum, þegar aðskilnaðarstefnunni þar var hrundið í forsetatíð demókratans Lyndons B. Johnson þrjátíu árum áður með lýðréttindalögunum 1964. Þessi lög tóku fyrir mismunun eftir kynþætti, þjóðerni og kynferði og tryggðu blökkumönnum sama rétt og hvítum fyrir lögum. Nú var ekki lengur hægt að meina svertingjum aðgang að skólum, strætisvögnum eða veitingahúsum svo sem tíðkazt hafði um suðurríkin allar götur fram að því, jafnvel í höfuðborginni Washington. Hundrað árum áður hafði repúblikaninn Abraham Lincoln sem forseti beitt sér fyrir afnámi þrælahalds gegn vilja demókrata í suðurríkjunum og haft sigur 1865, svo að blökkumenn þar suður frá og annars staðar um landið tortryggðu demókrata lengi eftir það. Með lýðréttindalögunum 1964 snerist dæmið við. Langflestir blökkumenn hafa æ síðan stutt demókrata í kosningum, og gamlir fordómar gegn blökkufólki, og þeir eru lífseigir í suðurríkjunum, færðust yfir í raðir repúblikana. Arthur Miller, leikskáldið, lýsti þessu vel fyrir nokkrum árum, þegar hann sagðist enga rökræna skýringu geta fundið á hyldjúpri andúð margra repúblikana á Clinton forseta aðra en þá, að Clinton væri í reyndinni fyrsti blökkuforseti Bandaríkjanna. Við þessa landslagsbreytingu bættist það, að ýmsir guðsmenn tóku að hasla sér völl á stjórnmálavettvangi og skipuðu sér margir í raðir repúblikana. Markmiðið var að laða trúaða kjósendur, sem ella hefðu setið hjá, til fylgis við repúblikana í guðs nafni með því að lofa færri fóstureyðingum og þess háttar. Repúblikanar hafa þó ekki gert neitt til að fækka fóstureyðingum, enda hefur fjöldi fóstureyðinga staðið í stað miðað við fólksfjölda síðan 1994, heldur hafa þeir aðallega notað stuðning grunlausra kjósenda til að létta skattbyrði auðmanna og ráðast inn í Írak á upplognum forsendum. Thomas Frank lýsir þessu vel í bók sinni What’s the Matter with Kansas? How Conservatives Won the Heart of America (2004). Að því hlaut að koma, að kjósendur sæju í gegn um blekkingarnar. Og nú er ballinu að ljúka. Demókratar hafa nú aftur náð meiri hluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og trúlega einnig í öldungadeildinni, og þeir geta því sett Bush forseta stólinn fyrir dyrnar þau tvö ár, sem eftir eru af kjörtímabili hans. Demókratar geta þá beitt þingstyrk sínum til að láta rannsaka meint misferli ríkisstjórnar Bush í Íraksstríðinu og annars staðar. Bandarísk lög leyfa þinginu að rannsaka mál sem þetta og búa málsgögn í hendur ákæruvaldinu. Án þessarar löggjafar hefði líklega ekki verið hægt að koma lögum yfir Nixon forseta á sínum tíma. Alþingi þyrfti að setja Íslandi sams konar lög, svo að hægt sé að komast til botns í mikilvægum álitamálum hér heima, til dæmis um meintar ólöglegar hleranir. Leyndin verður að víkja. Saga Íslands verður að vera rétt skráð.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun