Frumflytur nýjan texta við Sjúddiraírei á sextugsafmælinu 10. nóvember 2006 12:15 Alltaf hress Gylfi Ægisson er sextugur í dag og fagnar tímamótunum með nýjum texta við lagið Sjúddirarirei. „Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson. Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir þessu, heilsan er aðalatriðið og ég er nokkuð brattur,“ segir Gylfi Ægisson sem fagnar í dag sextugsafmæli sínu en söngvarinn, málarinn og lagasmiðurinn var á hárgreiðslustofu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er bara að gera mig sætan og fínan fyrir stóra daginn,“ segir Gylfi og hlær. „Alla vega fínan,“ bætir hann við og skellir upp úr. Gylfi segist alltaf hafa hlakkað til allra afmælisdaga sinna en man þó ekki eftir neinum sem var eftirminnilegri en aðrir. „Ég átti hins vegar afmæli tíunda nóundaber því ég gat ekki sagt nóvember,“ útskýrir hann og brosir út í annað að minningunni. Gylfi ætlar að fagna þessum tímamótum með því að mæta í viðtal á Rás 2 og þar frumflytur hann nýjan texta við lagið Sjúddirarirei ásamt þeim Þóri Baldurssyni, Tryggva Hübner og Rúnari Júlíussyni. „Þeir eru náttúrlega allir upphaflegir meðlimir Halastjörnunnar,“ segir Gylfi og upplýsir að Stolt siglir fleygið mitt sem Rúnar flutti hafi náð þeim einstaka árangri að vera vinsælasta lagið á Íslandi árið 1980 og næstvinsælast árið eftir. „Ég held að Heim í búðardal sé eina lagið sem hafi afrekað þetta líka,“ bætir Gylfi við. Um kvöldið ætlar hann síðan út að borða með eiginkonunni á Hótel Holti og njóta þeirra kræsinga sem þar er boðið uppá. Í þá gömlu...Gylfi ásamt góðvini sínum Rúnari Júlíussyni árið 1980 þegar platan Enn meira salt náði miklum vinsældum. Lagahöfundurinn segist ekki vera með neinn afmælisgjafalista, hann eigi allt sem hugurinn girnist. „Ég á gullfallega eiginkonu, bæði að innan og utan og heilbrigð börn,“ segir Gylfi sem þó minnist eins atburðar sem hafi glatt hann mjög en Gylfi hefur verið að keppa í skotfimi að undanförnu. „Ég varð nefnilega bikarameistari í frjálsri skammbyssu,“ segir Gylfi sem jafnframt sinnir málaralistinni af miklum móð og var að fara að byrja á nýju málverki sem á að vera tilbúið í byrjun desember. „Maður slær aldrei slöku við,“ segir hinn eiturhressi og sextugi Gylfi Ægisson.
Menning Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira